Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 9

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 9
Hjörtur Snorrason, fyrrum skólastjóri og alþingismaður. Stutt æíiágrip. (Búnaðarritið hefir undanfarin ár birt æfiágrip ýmissa helztu forgöngumanna þjóðarinnar í landbúnaðarmálum. Nú er verið að reisa Hirti Snorrasyni minnisvarða á Ilvanneyri. Þótti þvi vel hlíða að Búnaðarritið minntist jafnframt þessa merkis- manns. Einn af nemendum Hjartar Snorrasonar, frá Hvann- cyri, hefir skrifað greinina. Ritstjórinn). I. í fimmtíu ára sögu Hvanneyrarskólans eru það tveir menn, sem gnæfa hæst: Hjörtur Snorrason og Halldór Vilhjálmsson. Þeir voru að mörgu leyti líkir. Báðir óvenjulega þróttmiklir og stórbrotnir í lund. Báðir höfðu það til að varpa fram ómildum orðum um menn eða málefni, sem þeiin var ekki að skapi, en áttu líka viðkvæmt og göfugt hjarta. Báðir ræktu hlutverk sitt afburða vel, og báðir unnu Hvanneyri og skólanum af lífi og sál. Báðir afburðamenn. Það er vitanlega rétl, að eftir Halldór liggur miklu meira verk. En þess ber að gæta, að fyrst og fremst var starfstími hans við skólann 29 ár, en Hjartar að eins 13 ár. Því má beldur ekki gleyma, að Hirti var í upphafi fengið svo þröngt verksvið, að nálega mátti segja, að hann væri lieftur á höndum og fótum eins og fyrirrennarar hans, sem eklci máttu kaupa sæng í rúm nema með amtmannsleyfi. Aftur á móti fékk Halldór svo miklu rýmri aðstöðu, að hans góðu hæfi- leikar gátu notið sín að fullu. í sambandi við þetta

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.