Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 15

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 15
BUNAÐARRIT VII aðist hann uin Noreg og Danmörku og heimsótti helztu búnaðarslcólana í þessum löndum. Einkum var þó förinni heitið til Björgvinjar, þar var þá haldin land- búnaðarsýning, og dvaldi hann um tíma við sýning- una. Auk þessa heiinsótli hann nokkur fyrirmyndar- bú einstakra manna, sem öðrum fremur höfðu valcið eftirtekt með jarðyrkjuframkvæmdum eða búl'jár- rækt. — Sem dæmi um viðhorf Norðmanna til íslend- inga, set ég þessa smásögu: Einhverju sinni meðan Hjörtur dvaldi í Björgvin, heimsótti hann bónda, sem talið var að ætli úrvals nautgripabú. Kom hann þar seint um kvöld. Þegar Hjörtur har upp erindið: ósk sína að fá að sjá gripina, tók bóndi því dauflega, vildi ekki láta ónáða gripi sína, sem búnir væru að taka á sig náðir. Hjörtur kvaðst þá mundi koma seinna, þegar hetur stæði á í þessu efni, og bað afsökunar á ónæðinu: Bóndi spurði þá, hvort hann væri útlendingur. „Já.“ „Dani?“ „Nei.“ „Svíi?“ „Nei. Ég er íslendingur.“ „Þá horfir málið öðru vísi við,“ kvað bóndi, og kallaði á fjósamanninn með sér til þess að sýna Hirti gripina. Árið 1899. Sléttað í túni 2456 freh.faðmar, þar af 650 frh.faðm. flagslétta og var sáð grasfræi í nokkurn hluta hennar. Þetta var í fyrsta skipti sem grasfræi var sáð á Hvanneyri. Sú ræktunaraðferð var þá lítið þekkt hér á landi. Þaksléttuaðferðin var þá nálega eina úrræðið til þess að ráða niðurlögum þúl'nanna. Rist ofan af, plægt, herfað, áburði jafnað um flagið, svo þakið yfir. Þessi aðl'erð er að vísu seinleg, en hún er líka örugg með góðan árangur, ef luin er vel af hendi leyst. Grafinn var vörzluskurður 83 faðmar á lengd. Framræzsluskurður 2774 ten.fet. Árið 1900. Sléttað í túni 2014 ferh.faðmar. Grafinn vörzluskurður 74 faðmar að lengd. Lagður vegur yfir lún, sem einnig er engjavegur 7 feta breiður, 70 faðma langur. Byggt fjós yi'ir 16 fullorðna nautgripi

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.