Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 21

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 21
BUNAÐARRIT XIII peningi, auk hinna mildu jarðabóta, sem hann vann sjálfur að, en hans skoðun laut þar i lægra haldi hjá þeim, sein valdið höfðu, svo að honum var sparkað frá skólanum um leið og árleg fjárveiting til hans var fjórfölduð. Ég hefi ekki getað náð í upplýsingar um það, hve stóru búi Hjörtur tók við á Hvanneyri. En vorið 1890 — fjórum árum áður en Hjörtur tók við, var búið: 10 kýr, 4 geldneyli, 38 ær og 4 hross, sem alls var metið á kr. 1790.00 Vorið 1892 er búpeningur metinn á kr. 2720.00. Þegar svo Hjörtur skilar af sér vorið 1907, er bú- stofninn þessi: Nautgripir 60, metnir á kr. 5756.00 (kýrin 133). Sauði'é 480, metið á kr. 7085.00 (ærin 16—18). Hross 21, metin á kr. 1722.00 (hrossið 100—120). Þetta er engin smáræðis aukning, og þegar þess er gætt, að eignaaukning skólans var engu minni á öðr- um sviðum, sbr. Hvanneyrarskólinn 50 ára eftir Guð- mund Jónsson lcennara, má það Ijóst verða, að hér var enginn meðalmaður að verki. V. Hjörtur var afbragðs kennari. Kennsla lians var svo Ijós og skipuleg, að hinar torskilduslu námsgreinar urðu skemmtilegar við meðferð hans. Hann hafði miltið yndi af þvi að kenna, og æði oft kom það fyrir í kennslustundum hans, að hvorki hann sé nemendur hans veittu því athygli, hvað tíminn leið fljótt, og var þá liðið mikið á aðra klukkustund er að var gætt. —- Hann var svo víðlesinn og stálminnugur, að þekking hans virtist alveg ótæmandi. Sem dæmi nefni ég atvik, sem mér er sérstaklega minnisstætt. Nemendur og annað heimafólk, kom saman á mál- fundi á laugardagskvöldum, og var dagskrá hvers fundar hirt að morgni fundardagsins. Hjörtur leit

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.