Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 24

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 24
XVI BÚNAÐARRIT fóður og fénað, og' rak nú hver framkvæmdin aðra. Fyrsta sumarið byggði hann íbúðarhús og fjós yfir 12 nautgripi. Árið eftir fjárhús úr steinsteypu yfir 90 fjár og hesthús yfir 11 hesta, allt undir einu þaki, og heyhlöðu yfir 500 hestburði af heyi. Svo girti hann tún og engjar með fjárheldri girðingu, sléttaði nálega allt túnið, og fékk meira en helmingi meiri töðu af túninu síðustu árin en þau fyrstu. Árið 1913 lengdi hann hlöðuna um helming og ætlaði svo að byggja vandað fjós árið eftir, en það fórst fyrir sökum harð- indanna 1914, og vorið 1915 flutti hann að Arnarholti. Eflir breytinguna á Hvanneyrarskólanum var Hirti veitt kennarastaða við skólann, og kenndi hann sjálf- ur fyrsta veturinn, sem hann bjó á Slceljabrekku. Þrjá næstu vetur fékk hann menn til að annast kennsluna fyrir sig, en sagði svo stöðunni lausri að þeim Líma liðnum. Mestan hluta þess tímabils, sem Hjörtur dvaldi í Andkílshreppi, fyrst á Hvanneyri og síðan á Skelja- brekku, hafði hann á liendi ábyrgðarmestu trúnaðar- störfin í sveitinni. Hann var í hreppsnefnd Andakíls- lirepps 1895—1915 og oddviti hennar 1900—1915, hreppstjóri 1900—1915. Sýslunefndarmaður og vara- maður 1896—1915. Ennfremur var hann vara-amts- ráðsmaður í Suðuramtinu 1902—1907 og sat amts- ráðsfundi nokkuð af þeim tíma. Búnaðarþingsfulltrúi 1903—1908. Hann gekkst fyrir stofnun Búnaðarsam- Itands Borgarfjarðar 1910 og var um allmörg ár for- maður þess. Hann átti sæti í stjórn Sláturfélags Suðurlands 1907—1915, og þegar það félag byggði sláturhús í Borgarnesi 1908, tólc hann við forstöðu þess. Gegndi hann því starfi, þangað til bændur í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum slitu sig úr tengslum við félagið 1920 og stofnuðu sjálfstætt félag, er nefndist Sláturfélag Borgfirðinga.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.