Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 26

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 26
XVIII BÚNAÐARRIT sjaldan á þingfundum, og alls ekki hin síðari þingár sín. Verið getur, að honum hafi ekki verið lagið að eiga í orðasennum — veit ekki um það — en hitt er víst, að hann gat verið prýðilega mælskur, þegar hann var að sltýra málefni, sem hann hafði mætur á. Hins vegar leit hann svo á, að sá þingmaður væri ekki mikils virði, sem aðrir þingmenn gætu snúið á milli sín við umræður mála. Hann taldi það nægja, að framsögumaður hvers máls, héldi stutta ræðu til skýringar á málefninu sjálfu, til þess að þingmenn gætu myndað sér sjálfstæða skoðun um málið. Eins og áður er vikið að, var Hjörtur kosinn á þing af gainla Sjálfstæðisflokknum. En þegar sá flokkur klofnaði í tvennt: „þversum" og „langsum" — svo voru flokkshrotin nefnd — þá var hann með ,,þversum“-brotinu, ásamt Bjarna frá Vogi, Benedikt Sveinssyni, Sigurði Eggerz og fleirum, og var mjög náin samvinna með honum og Bjarna frá Vogi, eink- um hin síðustu árin. Hann lét sér mjög annt um sjálfstæðisinálið og allt, sem laut að bætlri meðferð utanríkismála. Honuin sveið tómlæti og sundurlyndi landa sinna um þessi mál. Þó hann væri sparnaðarmaður við afgreiðslu fjár- laga, sýndi hann þar meira víðsýni en almennt gerist, t. d. var honum mjög annt um að vel væri húið að háskólanum, og sömuleiðis að ungum og efnilegum menntamönnum og listamönnum, en námssyrktir til þeirra hafa æði oft verið taldir el'tir af mörgum þing- mönnum. Mér er sérstaklega minnisstætt í þessu sam- bandi, er hann minntist á ungan sagnfræðing, sem þá var farinn að gefa út rit sín, hvert bindið á fælur öðru, hvað liann dáðist að dugnaði mannsins, og taldi það mikla gæfu, að liann hefði fengið að njóta hæfi- leika sinna. Það væri mikið mein, hve margir hæfi-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.