Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 28
XX
BÚNAÐARRIT
Arnarholt er mildum mun stærri jörð en Skelja-
brekka og hæfði því betur stórhug Hjartar og bú-
rausn. Hann bjó þar miklu rausnarbúi til dauðadags.
Hann lézt 1. ágúst 1925, tæplega 66 ára að aldri.
Hjörtur var hár meðalmaður á vöxt og herðabreið-
ur, þrelcinn og allur sterklegur, lcarlmannlegur á velli,
vel vaxinn, snar í hreyfingum og rammur að afli,
fremur liöfuðstór, brúnamikill og loðbrýnn, eygur
manna bezt; hárið var jarpt, skeggið rauðbrúnt,
yfirbragðið hraustlegt og mikilúðlegt.
Svo vel bar hann aldurinn, að flestir mundu ætla
hann miklu yngri en hann var. Engum sem sá hann
gat dulizt, að hann var afburðamaður. Hann var skap-
festumaður og geðríkur og gat verið andstæðingum
sínum þungur í skauti; en vinátta hans eins var líka
betri en vinátta margra meðalmanna.
Ekkja Hjartar, Ragnheiður Torfadóttir, lifir enn.
Þau eignuðust þrjá syni: elztur þeirra er 7'orfi, sýslu-
maður og bæjarfógeti á ísafirði, hinir Snorri og Ás-
geir, sagnfræðingur, eru til heimilis hjá móður sinni
i Reykjavík.
Sigurj. Kristjánsson
Krumsliólum.