Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 45

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 45
B Ú N A 1) A R R I T 145 Nú var Núpur í Efra-Langholti dæmdur beztur og geymir því Sveinn Sveinsson í Efra-Langholti skjöld- inn til næstu sýningar. Það var mjög erfitt að dæma milli Núps og tveggja annara hrúta á sýningunni, þeirra Prúðs Magnúsar i Bryðjuholti og Kolls Jóns í Miðfelli. Prúður var þó dæmdur næst beztur, en af því að hann var af þing- evsku kyni en Núpur af Kleifakyni, var enn erfiðara að dæma á milli þeirra, vegna þess að kynin eru svo ólík. Núpur var keyptur lamb af Guðmundi í Núpstúni og er bróðir Torfa, sem hlaut skjöldinn 1934. Eru þeir báðir synir Óðins frá Ólafsdal. Prúður var son- ur Norðra, en Kollur sonur Þórs frá Syðra-Seli, sem var af Ólafsdalsstofninum og halut I. verðlaun 1934. Nú})ur er framúrskarandi kind. Prýða hann flestir kostir, sem hrút geta prýtt. Álit mitt á þessum hrút óx mjög eftir sýninguna, því að eg hafði lil athugunar allmarga dilkaskrokka úr Hrunamannahreppi, vegna tilraunar um árangur af því að gelda hrútlömb. Skrokkar af lömbum undan Núp báru margir af hin- um skrokkunum, bæði hvað snerti vaxtarlag og holda- söfnun. Hér er því miður ekki rúm til jiess að hægt sé að rita mikið um einstaka hrúta í sýslunni og verður að mestu að vísa til ummæla minna á sýningunum um þá. Margir hrútar, sem áttu ælt sína að rekja að Núps- túni, eru ágætar kindur, sömuleiðis margir synir Norðra á Hrafnkelsstöðum. Bezti hrúturinn á sýningunni í Gnúpverjahreppi, var Skapti Páls á Ásólfsstöðum, æltaður frá Skapt- holti. Hann er með afbrigðum holdgóð og hraustleg kind. Fríður Eiríks Þorbergssonar í Arnarstaðakoti var hezti hrúturinn á sýningunni í Hraungerðishreppi og jafnframt einhver allra bezti hrúturinn í sýslunni. 10

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.