Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 56

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 56
156 BÚNAÐARRIT þar er hvorttveggja, að þeir eru alls ekki til og hins vegar gætu hæfileikar þeirra sein trúnaðarmanna einnig verið misjafnir. Og ég er meira að segja ekki eins viss um það og' Á. L. J. lætur skilja á sér, að jafnvel ráðunautar hins opinbera séu óskeikulir í þessum efnum. En það er fjarri mér að kasta nokkr- um steini að þeim, þótt eitthvað megi finna að ræktun þeirri eða framræslu, sem þeir hafa sagt fyrir um, því að þeir hafa litlar eða engar tillraunir til þess að styðjast við af íslenzkum uppruna og tiltölulega of stutta almenna reynslu. Ég tel því, að eins og nú horfir við, verði ekki hjá því komizt yfirleitt að hafa við úttekt jarðabóta is- lenzka búfræðinga og ég tel það ekki neina frágangs- sök, ef rétt er i pottinn búið af hálfu hins opinbera. Gallarnir á starfi trúnaðarmannanna, sem mér dettur ekki í hug annað en að viðurkenna að eru til, stafa ekki í'yrst og fremst af skorti á hæfileikum þeirra eða þekkingu, þótt slíkt kunni að vera til, heldur er or- sökin sú, að það opinbera lætur aö mestu lcijti undir höfuð leggjast að gcfa þeim nákvæmar starfsreglur til þcss að vinna eftir og hafa eftirlit með störfum þeirra. Ég hefi verið trúnaðarmaður Búnaðarfélags íslands í 15 ár og aldrei orðið þess var, að nokkurt eftirlit væri haft með því starfi mínu. Ég hefi líka orðið þess áskynja, að trúnaðarmenn beita mjög svo misjöfnum reglum við úttekt jarðarbóta vegna þess að nákvæm fyrirmæli hafa vantað um þær kröfur, er gera skal. Ég er yfirleitt þeirrar skoðunar, að meira eftirlit þurfi að hafa með embættisverkum opinberra starfs- manna en hingað til hefir verið hér á landi og er enn.' Og ekki mundi ég skoða það neilt vantraust á mig sem trúnaðarmann, þótt það væri athugað við og við, hvort ég mældi rétt, væri óhlutdrægur, hæfilega kröfu- harður um gæði jarðabóta o. s. l'rv. Og slíkt eftirlit

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.