Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 57

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 57
B U N A Ð A R R I T 157 með starfi trúnaðarmanna væri tiltölulega auðvelt með þvi að láta sérstakan mann ferðast um landið, mæla á nokkruin bæjum í umdæmi livers mælinga- manns eftir liann og athuga, hvernig hann rækir starf sitt. Búnaðarfélag íslands fengi svo skýrslu um þetta og gerði nauðsynlegar ráðstafanir til þess að kippa í lag, þar sem mælingastarfið væri rækt öðruvísi en skyldi. í sambandi við þetta þyrfti að gefa út nákvæma bandbók fijrir trúnaðarmenn, samkvæmt hinum nýju jarðræktarlögum og hafa við og við númskeið fi/rir þá, til þess að gera þá sem færasta í starfi sínu og sam- ræma það sem bezt. I sambandi við þetta dettur mér í hug að bera fram nýmæli um mat jarðabóta. Það er í því fólgið, að jarðabætur séu metnar í flokkum, t. d. 1. og 2. flokks. í fyrsta ílokk væru teknar þær jarðabætur einar, sem svöruðu hinum fyllstu kröfum í einu og öllu, en i 2. flokk allar aðrar jarðbætur. Þessir tveir flokkar væru svo styrktir mjög mismunandi, þannig að hver stærðareining í 1. flokks jarðabótum fengi mikið hærri styrk en í 2. flokki. Þetta mundi fljótt kenna bændum að vanda það vel til jarðabótanna, að þær kæmust allar í 1. flokk, og mundi verða mikið áhrifameira en um- vandanir og útásetningar. Ég hygg, að þetta mundi liafa svipuð áhrif og við mjólkurframleiðslu bænda í ýmsum löndum. Meðan öll mjólk var greidd sama verði, þá voru alltaf margir bændur, sem framleiddu slæma mjólk, þrátt fyrir prédikanir og skriffinnsku inætra manna um hið gagnstæða, en eftir að farið var að greiða mjólkina misháu verði eftir gæðum hennar, þá hvarf slæma mjólkin að mestu af sjálfu sér. Eins mundi verða með jarðabæturnar. Bændur eru hvattir til að gera þær sem bezt úr garði, bæði af mælinga- mönnunum og öðrum. En á meðan þeir fá sama styrk fyrir 2. og 3. flolcks jarðabætur og hinar, sem eru óaðfinnanlegar, þá eru margir þeirra ekki vandvirkari

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.