Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 59

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 59
BÚNAÐARRIT 159 sælt að viðhafa slíkt gæðamat á jarðabótum. Ekki skal þvi mótmælt, að þetta er vandasamt, en það út af fyrir sig er ekki nægileg rök fyrir því að þessi að- ferð sé ónothæf. Það er líka vandi að meta mjólk, ull og kjöt. Aðalatriðið er að koma sér niður á fastar reglur til að fara eftir og hafa svo strangt eftirlit með því, að mælingamennirnir fylgi þeim reglum. Það er líka oft vandi ,eins og nú er fyrir mælingamanninn að ákveða, hvort hann á að taka út ákveðna jarðahót eða dæma hana óstyrkhæfa, og stundum er það ekki vin- sælt verk. Og ég tel engan verulegan eðlismun á þvi og hinu að hafa t. d. tvo gæðaflokka. Hér er aðeins um nokkurn stigsmun að ræða. Ályktanir mínar og tillögur verða j)á í stuttu máli á þessa leið: 1. í náinni framtíð verður ekki unnt að hafa alla trúnaðarmenn Búnaðarfélagsins háskólalærða á sviði búnaðarins, því að til þess eru slíkir menn of fáir hér á landi enn sem komið er. í skarðið verður þá að velja íslenzka húfræðinga sem færasta á því sviði. 2. Til þess að gera trúnaðarmennina sem færasta i starfi sínu og til þess að sem hezt samræmi haldist í mælingastarfinu og samvinnu milli þeirra og Búnaðar- félags íslands, þarf við og við að kalla þá saman á námsskeið, þar sem fram færi kennsla og umræður um mælingastarfið. og þær leiðbeiningar, sem þurfa og eiga að vera þvi samfara. 3. Það þarf að gefa út nákvæmar starfsreglur (handbók) fyrir trúnaðarmennina, þar sem gefnar séu leiðbeiningar um það, hvernig einstakar jarða- l>ætur slculi framltvæmdar og hverjar kröfur gera skuli til þeirra, svo að þær geti notið styrks. 4. Hafa þarf eftirlit með starfi trúnaðarmannanna. Því mætti t. d. haga á þann veg, að ráða sérstakan mann til þess að ferðast um landið og alhuga, hvernig trúnaðarmennirnir leysa verk sitt af hendi. Þessi yfir-

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.