Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 64

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 64
164 B U N A Ð A R R I T var að blæða út. Hinn nýríki atvinnuvegur, sjávar- útvegurinn, hafði sogið til sín allt veltufé lands- inanna, og hið vinnandi fólk streymdi þangað jafn- hliða. Það var því ekki álitlegt fyrir bændur að eiga að keppa við sjávarútveginn og sækja heyskap að miklu leyti á þýfða og snögga mýrarflóa. Hefði ekki verið veitt fjármagni til landbúnaðarins jafn myndar- lega og gert var eftir 1920, og haldið hefir verið áfram að gera til þessa, þá er víst að sveitunum hefði alger- lega blætt út. Fyrsta verulega átakið, sem gert var í þessu efni, voru jarðræktarlögin frá 1923 og sá styrk- ur, sem þau ákváðu að verja til jarðræktarfram- kvæmda. Hinn raunverulegi árangur þeirra er sá, að töðumagnið liefir fyllilega tvöfaldazt frá 1924 og er nú árlega ca. 1 miljón og 200 þúsund hestar. Jafn- framt hefir útheysskapur minnkað talsvert, þar sem bændur hafa hætt við að nytja lélegustu slægjurnar. Setning jarðræktarlaganna og þær jarðabætur, sem gerðar hafa verið í skjóli þeirra, hafa bjargað sveit- unum frá hruni. Þessu má ekki gleyma, þegar rætt er um framkvæmd þeirra og bent er á þau mistök, sem átt hafa sér stað. í erindi sínu rökstyður Á. L. J. það, að jarðrækt okkar sé mjög ábótavant. Einkum telur hann að vöntun á framræslu valdi því, að allmikið af nýrækt- inni komi ekki að liálfum notum, þar séu það hálf- grösin, hófsóley og annar þvílíkur gróður, sem ríkjuin ráði, og sem hafi flæmt hinn raunverulega túngróður burtu. Á. L. J. nefnir nokkur dæmi þessu til sönn- unar, sumpart samkvæmt því, er hann sjálfur hefir séð og sumpart eftir sögusögn trúverðugra manna. Ég efa ekki, að dæmi þau, sem nefnd eru, séu rétt, eða hafi við svo mikil rök að styðjast, að fullyrða megi, að þeirri ræktun sé mjög ábótavant, sem þannig hefir verið framkvæmd. Það er full þörf á því að draga fram slík dæmi og

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.