Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 69

Búnaðarrit - 01.06.1940, Page 69
BÚNAÐARRIT 169 að samræma störf þeirra, og geí'a þeim tækifæri til þess að kynnast og læra hver af öðrum. Eg viðurkenni því fúslega með Á. L. J., að hægt sé að bæta starfshætti og aðstöðu trúnaðarmanna til mikilla muna og það þurfi að gera það, svo að þeir geti betur sinnt starfi sínu. Hitt skal og viðurlcennt að rétt mun vera, að nokkrir trúnaðarmenn hafa ekki verið að öllu leyti vel til starfsins fallnir. En ég er þess fullviss, að við eigum nægilega marga menn, sem hafa bæði reynslu og þekkingu til þess að geta gegnt trúnaðarmannsstarfi með sóma. Að mínum dómi hefir mikill meiri hluti hinna starfandi trúnaðar- manna rækt starf sitt mjög vel, þótt einhverjar mis- fellur kunni að vera hægt að finna hjá flestum þeirra. Starf þetta hefir verið illa launað, en er bæði vanda- samt og vanþakklátt, svo að aðstaða trnaðarmann- anna er oft erl'ið. Hér skal ekki fjölyrt frekar um þetta, en ég' lít svo á, eins og G. J. í grein sinni, að við verðum að nota búfræðinga, frá bændaskólum okkar til þess að gegna trúnaðarmannsstörfum. Og ég er í engum vafa um ])að, að hægt er að velja ágæta menn úr hópi búfræðinga okkar til þess. Héraðsráðunautarnir, sem nokkur búnaðarsambönd hafa nú ráðið til sín, hafa flestir stundað búfræðinám erlendis, en þeir gela ekki nema að nokkru leyti annast mat og úttekt jarðabóta, svo að við verðum, þótt öll sambönd hefðu héraðsráðu- nauta, að hafa heilan hóp trúnaðarmanna auk þeirra. Guðmundur Jónsson ræðir í sinni grein nokkur atriði, varðandi störf trúnaðarmanna. Hann hefir gegnt trúnaðarmannsstörfum all lengi og hefir hæfi- leika, reynslu og menntun í bezta lagi til þess að inna það starf ágætlega af höndum, sem hann og mun hafa gert. Mér þykir þess vegna sérstaldega vænt um að heyra álit hans á þessum málum.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.