Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 70

Búnaðarrit - 01.06.1940, Side 70
170 B Ú N A R A R R I T Það er aðallega eitt atriði í grein G. J. sem vekur athygli mína og ég tel að þurfi að taka til rækilegrar ihugunar. Það er tillaga hans um það, að taka jarða- bætur út eftir gæðcimati. Fyrsta flokks jarðabætur fengju hæsta styrk, og í þann flokk kæmu þær einar umbætur, sem talizt gætu gallalausar, en annars flokks jarðabætur yrði styrktar mun minna á hverja verk- einingu. Sé þetta framkvæmanlegt, er ég ekki í vafa um, að þessi styrkveitingaaðferð yrði öflug svipa á bændur um að vanda jarðabætur sínar. Reynslan befir sýnt það, að erfitt, eða jafnvel ómögulegt hefir verið að knýja bændur almennt til vöruvöndunar á framleiðslu sinni á annan hátt en þann, að flokka vörurnar og greiða breytilegt verð eftir gæðum. Ég hefi álilið að mjög miklir örðugleikar væru á því að koma við slíku gæðamali við úttekt jarðabóta, en þegar einn af reyndustu trúnaðarmönnum okkar gerir það ákveðið að tillögu sinni, að sú leið verði farin, j)á fara mjög að renna á mig tvær grímur. Vonandi verður hægt, áður en langt líður, að hafa fund eða námsskeið með öllum trúnaðarmönnum landsins, til þess að ræða þar ýms vandamál varðandi störf trúnaðarmannanna. Þessi tillaga G. J. þarf ein- mitt að ræðast á slíkum fundi. Ég vil vona að á næsta ári verði hægt að koma slíkum fundi á. Það er hin mesta nauðsyn, og mundi áreiðanlega verða til góðs fyrir alla aðila, sem þetta mál snertir. G,. J. talar um í sinni grein, að það vanli eftirlit með starfi trúnaðarmanna og að þá vanti leiðbeiningar, handbók til þess að fara eftir. Hvað síðara atriðið snertir, vöntun á prentuðum leiðarvisi, verð ég mjög að draga í efa, að það sé byggt á fullum rökum. Eftir setningu jarðræktarlaganna 1923 var samin all ítarleg handbók, til leiðbeininga fyrir trúnaðarmenn. Þar eru reglur um það á hvern hátt þeim beri að meta og taka út liinar ýmsu teg-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.