Búnaðarrit - 01.06.1940, Blaðsíða 72
172
BÚNAÐARRIT
á að annast um útgáfu slikrar handbókar. í þeirri
nefnd, sem sennilega ætti að vera skipuð 5 mönnum,
ættu að eiga sæti 3 trúnaðarmenn, ásamt jarðræktar-
ráðunaut Biinaðarfélagsins og búnaðarmálastjóra.
Ég vænti þess að Búnaðarþing í vetur taki þetta mál
til íhugunar, jafnframt því, sem þar verða ræddar aðr-
ar breylingar á jarðræktarlögunum.
Þá ræðir G. J. um það, að eftirlit vanti með störf-
um trúnaðarmanna. Virðist bann helzt hallast að því
að ráðuneylið, eða Bf. ísl. fyrir þess hönd, skipi
yfirtrúnaðarmann fyrir allt landið. Hann ferðist
síðan um nokkurn hluta landsins árlega og væri með
trúnaðarmanni viðkomandi héraðs nokkurn tíma, og
hefði eftirlit með því hvernig hann hagaði störfum
sínum. Þá gæti þessi yfirtrúnaðarmaður einnig gert
athuganir um fyrri ára mælingar trúnaðarmannsins.
Ætti að verða verulegt gagn að þessu fyrirkomulagi, og
væri hér nægilegt starf fyrir mann yfir árið. Því að þá
ætti þessi sami maður að endurskoða mælingaskýrsl-
urnar að vetrinum, halda spjaldskrá yfir jarðabætur
og styrkveitingar til einstakra jarða, eins og gert hefir
verið síðustu árin, ásamt ýmsu fleira snertandi þetta.
Bf. ísl. hefir alls ekki getað sinnl þessu, auk allra þeirra
verkefna, sem starfsmenn þess hafa með höndum.
Og fjárráð félagsins hafa verið það þröng að það hefir
ekki getað ráðið sérstakan mann í þessu skyni. Eftir-
lit með störfum trúnaðarmanna hefir verið fram-
kvæmt af mönnum, sem einungis hafa gelað sinnt þvi
sem aukastarfi. Þó mun trúnaðarmönnum alltaf
hafa verið gefnar leiðbeiningar og vafaatriði úrskurð-
uð tafarlaust, eftir því sem óskað hefir verði eftir og
unnt hefir verið að koma við.
Sennilega mundi verða nokkurt gagn að slíku eftir-
liti, sem duglegur og vel hæfur maður gæti gefið sig
óskiptan að. En eigi að taka upp þess konar eftirlit
með starfi trúnaðarmanna, er sjálfsagt að lögfesta