Hlín - 01.01.1934, Page 6
Fundargerð
Sambands norðlenskra kvenna
árið 1934.
Laugardaginn 15. sept. 1934 var aðalfundur S. N.
K. (hinn 21.) settur og haldinn í Barnaskólahúsi Ak-
ureyrar.
Mættir voru 16 fulltrúar, auk stjórnarinnar. —
Fulltrúafundur var haldinn kl. 10 að morgni, þar
var samin dagskrá og kosnir endurskoðendur. Kosn-
ingu hlutu: Kristbjörg Jónatansdóttir og Gíslína Frið-
riksdóttir- — Ennfremur voru kosnir 2 aðstoðarritar-
ar, þær Þorfinna Dýrfjörð, Siglufirði og Guðrún Jón-
asdóttir, Möðruvöilum. — Þá var gefið fundarhlje-
KI. li/2 var fundur settur að nýju af formanni,
Ingibjörgu Eiríksdóttur. Bauð hún alla fulltrúa og
gesti velkomna á fundinn. Sjerstaklega mintist hún
stofnanda og heiðursfjelaga Sambandsins, Halldóru
Bjarnadóttur, sem heiðraði fundinn með nærveru
sinni, mintist hún með þakklæti hins mikla starfs
hennar í þágu Sambandsins, og bað siðan allar fund-
arkonur að standa upp henni til virðingar.
Síðan voru sungin nokkur lög.
Slcýrsla formanns. — Þá skýrði formaður frá starf-
semi S. N. K. á síðastliðnu ári og gat þess, meðal ann-
ars, að Sambandið hefði eina garðyrkjukonu í sinni