Hlín - 01.01.1934, Page 7
fílin
6
þjónustu á þessu sumri, Rannveigu Jóhannesdóttur,
sem nú starfar í Strandasýslu.
Formaður hafði haft brjefaviðskifti við flest fje-
lög Sambandsins, auk annara fjelaga á fjelagssvæð-
inu, sem ekki eru í Sambandinu, og hafði hvatt þau til
að stofna sambönd sín á milli-
Vararitari las upp fundargerð síðasta aðalfundar til
að rifja upp málin-
Úrsögn barst Sambandinu frá Kvenfjelagi Húsa-
víkur.
Inntökubeiöni kom frá þessum fjelögum: Kvenfje-
lagi Svalbarðsstrandar, S.-Þing., kvenfjelaginu »Bald-
ursbrá«, Glæsibæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu og Kven-
fjelagi Keldhverfinga, N.-Þing. og var þeim öllum
veitt inntaka í Sambandið og þau boðin velkomin.
Tekið fulltrúatal:
Mættir voru fulltrúar frá þessum fjelögum:
Frá kvenfjela,ginu »Von« á Siglufirði:
Jónína Jónsdóttir.
Þórfinna Dýrfjörð.
ólöf Gísladóttir.
Frá kvenfjelaginu »Hlíf« á Akureyri:
Kristbjörg Jónatansdóttir.
Gíslína Friðriksdóttir.
Frá Kvenfjelagi Þistilsfjarðar, N-Þing:
Þóra ólafsdóttir, Laxárdal-
Frá kvenfjelaginu »Stjarnan«, Kópaskeri:
Ingunn Árnadóttir, Valþjófsstöðum.
Frá Kvenfjelagasambandi Suður-Þingeyinga:
Helga Kristjánsdóttir, Hjalla.