Hlín - 01.01.1934, Síða 10
8
HUn
slóðar. Vill hann því skora fastlega á Alþingi og rikis-
stjórn að styðja drengilega, bæði með fjárframlögum
og á annan hátt, þá menn og þær stofnanir, sem vilja
beita sjer fyrir heilsusamlegu uppeldi þjóðarinnar.
a. Þá, sem beita sjer fyrir heilbrigðu íþrottalífi.
b. Þá, sem beita sjer fyrir sumardvöl veiklaðra
barna.
c. Þá, sem beita sjer fyrir að koma upp hælum fyrir
ýms olnbogabörn þjóðarinnar, t. d. fávita, siðferðis-
lega vanþroskað fólk o. s. frv-
Sólveig Pjetursdóttir á Völlum í Svarfaðardal, benti
á, hve hentugur staður fyrir sumarhæli handa börn-
um væri við sundskála Svarfdælinga, hann mundi ó-
víða betri á Norðurlandi- Aðsókn að sundnámi væri
þar mjög mikil, en erfitt að koma nemendum niður til
dvalar, meðan á náminu stæði.
Samþykt svohljóðandi tillaga frá Kristbjörgu
Jónatansdóttur:
»Aðalfundur S. N. K. felur stjórn sinni, aö vinna
að því, í samráði við kvenfjelagið »Hlíf« á Akureyri,
að Alþingi veiti styrk til þess að koma upp sumarheim-
ili fyrir veikluð börn á Norðurlandi«.
Þegar hjer var komið, var gefið fundarhlje kl. 7—
9 e. h.
Fundur hófst aftur kl. 9 e- h. Fyrir var tekið: IJpp-
eldismál. Fi’amsögu hafði Guðrún Jóhannsdóttir- Tal-
aði hún ýtarlega um málið. Lagði einna mesta áherslu
á að meira samstarf kæmist á milli kennara og heim-
ila. Þá taldi hún mjög nauðsynlegt, að kaupstaðabörn
ættu sem flest kost á sumardvöl í sveit að sumrinu.
Nokkrar umræður urðu um málið, en engar sam-
þykti gerðar.
Þegar hjer var komið sögunni, var kl. lOý^ og var
þá fundi frestað til næsta dags.
60 konur voru mættar á fundinum þenna dag.