Hlín - 01.01.1934, Síða 11
Hlin
9
Sunnudaginn 16. sept. kl- 10, var fundinum haldið
áfram og var byrjað með að syngja sálm. Þá var
gengið til dagskrár og tekið fyrir Hcimilisiðnsuíar-
málið.
Frummælandi var Halldóra Bjarnadóttir. Byrjaði
hún á því að þakka stjórn Sambandsins kærlega fyrir
það að hafa frestað fundinum þar til hún gat haft
tækifæri til að sitja hann, og fulltrúum, að þeir hefðu
lagt það á sig að mæta á þessum tíma, sjer þætti svo
vænt um S. N. K., að sjer hefði fallið illa að geta ekki
tekið þátt í þessum afmælisfagnaði.
FrUmmælandi skýrði frá ferð sinni um Norðurlönd
i sumar, sjerstaklega hvers hún hefði orðið áskynja
um framfarir í heimilisiðnaði, taldi hún þær vera
bæði miklar og margvíslegar, þar eð nær því hvert
heimili tæki einhvern þátt í honum, og að hann væri
orðinn einn þátturinn í baráttunni við atvinnuleysð,
og hann ekki sá óverulegasti. Aðalerendið með utan-
förinni hefði verið að mæta fyrir hönd Heimilisiðn-
aðarfjelags íslands sem fulltrúi íslands á norrænu
heimilisiðnaðarþingi í Finnlandi. Frummælandi dvaldi
sjerstaklega við það, hve mikla áherslu norðurlanda-
þjóðirnar allar leggja á góða mentun verklegra kenn-
ara og benti á þörfina á aukinni mentun handavinnu-
kennara okkar, ef handavinna í skóum vorum og
námsskeiðum á að bera tilætláðan árangur- í sambandi
við það bar Halldóra fram svohljóðandi tillögu, sem
var samþykt:
»Þar eð sýnilegt er, að vöntun er á vel mentum
kvenkennurum í handavinnu við verklega skóla og
námsskeið í landinu og þar eð enga kennaramentun er
að fá innanlands í þessum greinum enn sem komið er,
leyfum vjer oss að skora á Kvenfjelagasamband fs-
lands og Heimilisiðnaðarfjelag Norðurlands að styrkja
árlega svo ríflega sem hægt er 2—3 stúlkur til fram-