Hlín - 01.01.1934, Page 13
Hlín
11
grundvelli og að endingu fórust henni þannig orð:
»Gefi hamingjan, að framtíðarkonan verði sönn heim-
ilismóðir, þroskuð og góð«.
Þá skýrði Rósa Einarsdóttir á Stokkahlöðum fund-
inum frá hvað kvennaskólamál Eyfirðinga væri á veg
komið og lagði fram tillögu frá Hjeraðssambandi ey-
firskra kvenna og óskaði eftir að fulltrúar færu með
tillöguna hver heim í sitt fjelag.
»Stjórn Hjeraðssambands eyfirskra kvenna fer þess
á leit við kvenfjelög í Eyjafjarðarsýslu að þau taki
kvennaskólamál Eyfirðinga á stefnuskrá sína og vinni
að framgangi þess eftir megni, hvert um sig«.
Tillagan borin upp og samþykt.
Gunnhildur Ryel gat þess að brýn þörf væri að Ak-
ureyringar fengju einnig sinn húsmæðraskóla- Hall-
dóra Bjarnadóttir og fleiri bentu á að hagfeldara væri
fyrir bæina að fá settan á stofn heimangönguskóla,
með því móti gætu fleiri unglingsstúlkur fengið verk-
lega fræðslu. — Um húsmæðrafræðsluna urðu fjörug-
ar umræöur, er stóðu yfir í 21/% tíma. Að þeim loknum
var gefiö fundarhlje og kaffi drukkiö hjá »Hlíf« á
»Hótel Goðafoss«.
Kl. 5 var fundur settur að nýju og þá tekið fyrir
Gkirðyrkjumálið. Frummælandi var Ingibjörg Eiríks-
dóttir. Skýrði hún frá starfsemi S. N. K. í þarfir
garðyrkjunnar og að Sambandið hefði eina starfandi
garðyrkjukonu á sínum vegum, en knýjandi þörf væri
á að hafa þær a- m. k. tvær, þar sem sambandssvæðið
væri svo stórt og margir óskuðu eftir að fá stúlku til
leiðbeininga- Ljet hún þess getið að þess væri mikil
þörf að allar garðyrkjukonurnar væru færar um að
kenna að matbúa úr grænmeti því er þær ræktuðu,
tóku fleiri fundarkonur í sama streng. Svohlj- tillaga
kom fram í málinu frá Önnu Kristjánsd. á Víðivöllum:
»Fundurinn skorar á Ræktunarfélag Norðurlands,