Hlín - 01.01.1934, Side 14
12
Hlín
sem aðallega annast um fræðslu þeirra stúlkna, sem
sendar eru út um land til leiðbeininga í garðrækt, að
það láti nemendum í tje fræðslu í matreiðslu matjurta,
að öðrum kosti kemur námið ekki að tilætluðum not-
tim. Æskilegt er að kent sje um geymslu og notagildi
matjurta«.
Tillagan samþykt.
Um garðyrkjumálið urðu miklar umræður. Tóku
þátt í þeim garðyrkjukonur, sem starfa og starfað
hafa að leiðbeiningum í þessum efnum: Jona Jóns-
dóttir, Gróðrarstöðinni, Svafa Skaftadóttir frá Skarði
og Lilja Sigurðardóttir á Víðivöllum- — Helga Krist-
jánsdóttir skýrði frá að Samband S.-Þing. væri ráðið
í að sækja um að fá stúlku til garðyrkjuleiðbeininga
næsta vor og sumar og ætlaði sjer að hafa garðyrkju-
miðstöð á Laugum. Umsókn kom fram frá Sambandi
S.-Þing. um 50 króna fjárstyrk til plöntukaupa í
skrúðgarð Húsmæðraskólans á Laugum. Samþykt að
veita styrkinn. — Þá kom fram tillaga frá Þóru Ste-
fánsdóttur, Hjalteyri, svohljóðandi.
»Færi svo að stjórn S- N. K. fengi meira fje til um-
ráða á næsta ári, en nú er beinlínis sjáanlegt, gefur
fundurinn henni umboð til að styrkja deildirnar í trjá-
og matjurtarækt, eftir því sem hún sjer sjer fært og
þær óska«.
Framtíðarhorfur S- N. K.
Með tilliti til þess, að þetta sambandssvæði er mjög
stórt (6 sýslur og 2 kaupstaðir), samþykti fundurinn
að fela stjórn sinni að sækja um 2000 króna styrk úr
ríkissjóði áhugamálum Sambandsins til eflingar og
framgangs (styrkurinn er nú einungis 400 kr.).
Þá skýrði formaður frá því, að fyrirspurn hefði
komið frá Jónínu S. Líndal, Lækjamóti, um það hvort
S. N. K. mundi vilja styrkja sig til fyrirlestraferða