Hlín - 01.01.1934, Page 15
HUn
18
um sambandssvæðið, og taldi formaður það mjög
æskilegt, ef þess væi’i kostur.
Tillaga kom fram frá Kristbjörgu Jónatansdóttur,
svohljóðandi:
Sjái stjórnin sjer fært, er henni heimilt að veita
Jónínti S. Líndal, Lækjamóti, styrk til fyrirlestraferða
á sambandssvæðinu- Tillagan var samþykt.
Reilcningar S. N. K- Þá voru lagðir fram reikning-
ar Sambandsins, endurskoðaðir og þeir úrskurðaðir.
Ritari S. N. K. Ritari var kosin Gunnlaug Krist-
jánsdóttir, í stað Guðrúnar Angantýrsdóttur, sem er
flutt burt af sambandssvæðinu. Til vara var kosin
Guðrún Jóhannsdóttir.
Stjórn Sambandsins skipa: Ingibjörg Eiríksdóttir,
Akureyri, formaður, Sólveig Pjetursdóttir, Völlum,
Svarfaðardal, gjaldkeri, Gunnlaug Kristjánsdóttir,
Akureyri, ritari.
Aðalfunduv S. N. K- 1935- Ákveðið að hafa næsta
sambandsfund í Strandasýslu, ef kvenfjelögin þar sjá
sjer fært að taka hann að sjer.
Sýning. í sambandi við fundinn hafði Halldóra
Bjarnadóttir komið fyrir dálítilli handavinnusýningu
í einni af kenslustofum skólans, voru það sýnishorn af
ýmiskonar erlendum vefnaði, eign Heimilisiðnaðarfje-
lags íslands, ennfremur nokkrar fyrirmyndir af sölu-
prjónavarningi og margbreyttur, nothæfur vefnaður,
unninn af Ernu Ryel, ungri vefnaðarkonu á Akureyri.
Skemtiferð. Þá var ákveðið að fara næsta dag fram
að Laugalandi og sjá staðinn, þar sem hinn fyrirhug-
aði húsmæðraskóli Eyfirðinga á að standa. — S. N. K.
bauð til þeirrar ferðar.