Hlín - 01.01.1934, Side 16
14
Hlin
Áður en fundi var slitið, þakkaði formaður fulltrú-
um fyrir komuna og' samveruna og óskaði þeim góðr-
ar heimerðar- — Að skilnaði var sunginn sálmur.
Ingibjörg Eiríksdóttir,
fundarstjóri.
Gunnlaug Kristjánsdóttir, Þórfinnn Dýrfjörð,
fundarritarar.
Að loknum fundi efndi kvenfjelagið »Hlíf« til kaffi-
samdrykkju í »Skjaldborg« og hafði þar í boði hjá
sjer heiðursfulltrúa, Halldóru Bjarnadóttur, stjórn S.
N. K. og fulltrúa alla, einnig Jóhönnu Jóhannsdóttir,
söngkonu. Ennfremur tók þátt í samkvæminu fjöldi
annara gesta, sátu menn þar í góðu yfirlæti við ræðu-
höld langt fram á nótt.
Árdegis mánudaginn 17. sept. var lagt af stað í bif-
reiðum fram aö Laugalandi. Veður var kyrt og hlýtt
og hið fagra hjerað með tignarlegum fjöllum, frjósöm-
um graslendum, nýrækt og flæðilöndum og vel hýstum
bændabýlum, blasti við ferðamanninum.
Þegar á staðinn kom, og stigið var út úr bifreiðun-
um, komu til móts við fundarkonurnar húsbóndinn á
Laugalandi, Björn Jóhannsson, og tveir af nefndar-
mönnum þeim, er sýslufundur kaus til þess, ásamt
kvenfjelögum sýslunnar að hafa framkvæmdir í
kvennaskólamálinu: þeir Davíð hreppstjóri á Kroppi
og Valdemar, hreppstjóri á Möðruvöllum. Sýndu þeir
ferðakonunum fyrirhugaðan skólastað, laugina og alt
umhverfi og gerðu grein fyrir, hvernig málið horfði
við. Eftir að búið var að skoða sig um úti, vár öllum
gestunum boðið inn á Laugalandi og veitt þar af mik-
illi rausn af hjónunum, Birni Jóhannssyni og konu
hans-
Að því loknu var haldið af stað til Akureyrar og
þótti öllum ferðin góð.