Hlín - 01.01.1934, Síða 18
16
Hlin
verða dýr, þótt vel sje tilreiddur- En það veit jeg, að
þær ungu stúlkur á Akranesi, sem námsskeiðin sóttu,
sáu með eigin augum. — Jeg gæti trúað því, að þær
síðarmeir yrðu enn þakklátari ungfrú Soffíu fyrir þá
hagsýni og sparsemi, er hún kendi þeim, en þær eru
nú, þótt þær minnist allar veru sinnar á námsskeiðun-
um með ánægju og þakklæti til kennarans.
Kvenfjelagasamband íslends greiddi kennaranum
kaupið bæði árin og gerði þaö okkur þannig mögulegt
að koma námsskeiðunum á, ella hefði það orðið okkur
ofurefli. — Síðara árið var matreiðslunámsskeiðið
haldið eftir ósk kvennadeildar Verkalýðsfélagsins í
samráði við Kvenfjelagasamband íslands.
Úr skýrslu icennarans: IJnnið var frá kl.' 8.30 að
morgni til kl. 8 að kvöldi. Kenslan var bæði bókleg og
verkleg. Nemendur unnu að handavinnu eftir kaffi til
kl. 4.30. Þá var oft lesið upphátt. Kl. 4.30—7 höfðu
nemendur frí og unnu þá heima. — Betri miðdagur
var hafður einu sinni í viku og máttu stúlkumar þá
bjóða gestum. — Mikil hænsnarækt er á Akranesi og
lagði jeg áherslu á að kenna stúlkunum að hag-
nýta hænsnakjöt. — Vörur fjekk námsskeiðið frá
Pöntunarfjelagi verkalýðsins, voru vörurnar ódýrari
fyrir þá sök. Þar var allur borðbúnaður fenginn að
láni, en verkfæri til að vinna með, þurkur o. fl. lán-
aði jeg eins og fyr, með 20 kr. leigu á mánuði. —
Á laugardagskvöldum spiluðum við á spil, og stund-
um rauluðum við í rökkrunum- — Ein dansskemtun
var haldin og buðu stúlkurnar sínum piltinum hver«.
Vonandi getur S. B. K. látið frá sjer fara fullkomn-
ari skýrslu en þetta, er árin líða. Að minsta kosti
vænta menn þess jaínan, að sá, sem ungur er, eigi
þroska framundan. S. Þ.