Hlín - 01.01.1934, Page 20
18
HUn
Takmark okkar var það, fyrst og fremst, að bind-
ast samtökum, ef verða mætti okkur til gagns og á-
nægju og helst að aðrir mættu njóta góðs af því líka
á einhvern hátt.
Jólatrjessamkomur höfum við annast þessi árin og
varið til þess nokkru fje árlega, auk þess sem fje-
lagskonur hafa lagt fram úr sínum vasa. Samtök hafa
verið um að gleðja konur á barnssæng og hefur fje-
iagið varið dálítilli upphæð til þess. Samsæti var hald-
iö við burtför ljósmóöurinnar úr hreppnum 1980. Fje-
iagið gaf kirkjunni okkar (Skeiðflatarkirkju) skál í
skírnarfont hennar.
í sjóði á fjelagiö nú kr. 45.00. Árstillag okkar er
kr. 1.00.
Litlar eru tekjurnar og lítið er framkvæmt, býst
jeg við að margur segi, sem þessar línur les, en svo
er hvert mál, sem það er virt. Viö vonum að þessar
litlu framkvæmdir megi að góöu verða og aö þær megi
vaxa árlega. Auk þess er án^gjan af þessu fyrirferö-
arlitla fjelagsstarfi okkur mikill ávinningur. — Við
treystum því að síðar verði sagt, er litið verður til
baka, að til nokkurs gagns hafi fjelagið vcriö stofnað
og starfrækt.
Með samtökum eru framkvæmdir auðveldar, en án
þeirra meira og minna í molum. Jeg er þess fullviss
að kvenfjelög eiga að vera til í hverri sveit. Konur
eiga að starfa að sínum málum saman.
Á. S.
Kvenfjelagið „Aldan“ i Öngulsstaðahreppi
i Eyjafirði.
Kvenfjelagið »Aldan« er 13—14 ára gamalt og hef-
ur á þessum árum látið ýmislegt gott og gagnlegt af
sjer leiða, t. d. styrkt fátæka og sjúka. — Þaö hefur