Hlín - 01.01.1934, Side 22
20
Hlín
Uppeldismál.
Móðurmdlið.
(Misnotkun þess í daglegu tali).
Eftir Sigríði Jóhannesdóttui’, Ási í Kelduliverfi.
Þegar við konurnar komum sarnan á fundi, finst
mjer eðiilegast aö við tölum saman ein og tvær og
allar í sameiningu um okkar áhuga- og áhyggjuefni.
Það sem mig langar til að tala hjer um nokkur orð,
veit jeg að er áhyggjuefni margrar konu. Við vitum
öll, að margai' dýrlegar gjafir eru okkur gefnar, en
tæplega mun nokkur sú dýra Drottins gjöf jafnveg-
leg og tungan, málið. Það lyftir okkur ofar öllum
skepnum þessarar jarðar. — Jeg ætla að drepa á ör-
fá atriði máli mínu til sönnunar.
Við heyrum lofsöngva þess í Ijóðum skáldanna.
Matthias segir að tungan hafi verið þjóöinni gegn
um allar hörmungar: »Ljós í lágu hreysi, langra
kvelda jólaeldur«.
Við höfum heyrt um menn, sem fjarri ættjörðu
sinni hafa hrokkið upp af dvala gjálífis og lasta við
að heyra nokkur orð töluð á móðurmáli sínu, og við
þekkjum hrifningu móðurinnar, er hún heyrir barn-
ið tala fyrstu orðin. — En við þekkjum líka andstæð-
urnar: Góðir hagyrðingar nota gáfur sínar til að
senda eiturskeyti klúiyrða og meiðyrða í smellnum
vísum landshornanna á milli, og fáar örvar munu
hitta móðurhjartað sárar, en þegar hún heyrir sak-
laust óvitabarn sitt í fyrsta sinn taka sjer í munn
blót og klúryrði, og átakanlegt mun okkur öllum finn-
ast, að heyra sofandi mann hrópa ljót orð upp úr
svefni eða í veikindum.
Hversvegna mun nú svo illa komið þessum málum?