Hlín - 01.01.1934, Page 24
22
Hlín
Það var veik kona á bæ, sem búin var að liggja
lengi rúmföst. Herbergið, sem hún lá í, var inn af
baðstofunni, og hennar mesta ánægja var að hafa
opna hurðina og fá að hlusta á glaðværar samræður
og spaugsyrði, þegar fólkið kom inn frá vinnunni til
að borða og clrekka á daginn, fólkið á h.eimilinu var
glaðvært og orðvart. En svo kom á heimilið nýr mað-
ur, röskur og fjörugur náungi, hann hafði víða farið
og hafði frá mörgu að segja. Hann var alls ekki slæm-
ur maður, en hafði vanist óhefluðu orðbragði og gá-
leysi. Við hverja setningu, sem lýsa átti aðdáun, var
hnýtt vænu blótsyrði, hverri fyndni fylgdi dulið eða
bert klúryrði. — Viðræður fólksins smásýktust, voru
kryddaðar blóti og glamuryrðum. — Dyrunum að her-
bergi veiku konunnar var lokað, hún var rænd gleð-
inni af að hlusta á fólkið.
En einn sunnudagsmorgun seint um haustiö voru
dyrnar að herberginu opnaðar, og hún bað fólkið að
koma svo nærri, að hún gæti talað við það örfá orð.
Hún mælti: »í dag er afmælisdagurinn minn, mjer
hafa oft verið gefnar dýrar afmælisgjafir, en jeg hef
aldrei beðið eftir nokkurri þeirra með eins mikilli eft-
irvæntingu og þeirri, sem jeg ætla nú að biðja ykkur
um, jeg ætla að biðja ykkur að gefa mjer þá gleði, að
mega hafa dyrnar mínar opnar alla næstu viku og
hlusta á glaðvært skraf ykkar, án þess að þurfa að
óttast að heyra að nokkur misbrúki tungu sína. Mjer
finst skammdegið hafa grúft yfir mjer, síðan jeg varð
að loka dyrunum. Á sunnudaginn kemur fæ jeg aftur
að sjá glaðlegu andlitin ykkar í dyrunum og þakka
ykkur«.
Vikan leið, alt gekk vel, aðeins hrutu stöku sinnum
blótsyrði af vörum unga slarkarans, en þau vöktu enga
kátínu og fuku eins og máttlaus út í geiminn.
Þegar fólkið bauð veiku konunni góðan daginn næsta