Hlín - 01.01.1934, Síða 30
28
Hlín
hugsum til þess, að smáfuglarnir, er þangað koma,
eru þá nýkomnir af ferðinni löngu yfir Atlants-hafið,
úfið og geigvænlegt. Efalaust eru þeir að þakka hand-
leiðsluna yfir hafið, og þess vegna er söngurinn svo
innilegur.
Látum okkur senda börnin okkar út í náttúruna til
aö leita að óskasteininum, fjögra-blaða smáranum og
til að hlusta á gaukinn. Alt sem þau finna og hcyra
þar mun hafa áhrif á þau til góðs og fylla þau lotn-
ingu fyrir því, sem fegurst er og best.
(Úr »Árdís«, ársriti Bandalags lúterskra kvenna í Ameríku).
Um skyrgerð.
Það er ekki ætlun mín aö fara að segja sögu skyr-
gerðarinnar hjer á landi, því um það hefur verið
margt skrifað áður, en með línum þessum ætla jeg
að greina frá aðferð þeirri, sem mjer hefur reynst
best í þau 30 ár, sem jeg hef unnið að skyrgerð.
En jeg verð að geta þess, að mjer er ekki unt að
rökfæra vísindalega þá aðferð, sem jeg hef notað, því
til þess hefði jeg þurft að leita mjer frekari upplýs-
inga.
Skyrgerð hef jeg ekki lært, nema sem unglingur á
heimili mínu og síðar af reynslu þeirri, er jeg hef
fengið við starf mitt, hefi jeg jafnan breytt eftir því,
sem mjer hefur reynst best. Býst jeg samt ekki við
að koma með neitt nýtt í þessu efni.
Þvottur mjólkuríláta og skilvindu.
Það ætti að vera öllum Ijóst, að hreinlæti er fyrsta
skilyrðið við skyr-, smjör- og ostagerð, eða við allt