Hlín - 01.01.1934, Side 34
82
fílín
Heilbrigðismál.
Alvara.
Fátt er ánægjulegra en aö sjá nýfætt barn sprikla,
stórt, þriflegt og organdi — ekki síst, ef maður hefur
tekið á móti því sjálfur.
Jeg leiði sjaldan löngum getum aö því, hver verði
afreksverk þessa fornmannlega, hraustlega berserks,
eða spái um fríðleik hennar og skörungsskap. Annað
kemur í hugann, dapurlegra.
Þegar jeg kem á bæ, þar sem margt er blómlegra
barna, ósmitaðra af berklaveiki, að því er jeg best
veit, vaknar oftast spurningin: Hvenær kemur berkia-
veikin hingað og kvistar þennan friða hóp?
Það er komið svo, víða hjer á landi, að þetta getur
orðið hvenær sem er og með ýmsu móti, jafnan þó
þannig, að veikin berst með samkvæmni við aðra. Hún
er smitandi sjúkdómur og fer ekki ein. — Jeg nefni
nokkur dæmi úr daglega lífinu: Stúlka ræðst vistum 'á
heimilið. Þaö er ekki spurt um heilsufarið, að öðru en
því, í hæsta lagi, hvað snertir vinnuþrek, enda er hún
gjarnan af öðru landshorni og þetta óþekt. Hún get-
ur virst hraust, og þó komið með veikina. — Gömul
kona er ráðin til nokkurra vikna, e. t. v. úr sömu
sveit, vel þekt að öllu um heilsufar. Svo illa getur
viljað til, að hún sje nýskoðuð af hjeraðslækni, og að
hann, með þeim tækjum, sem hann hefur, telji hana
hrausta. Samt kemur hún með gestinn. — Vinnumað-
ur, húsmenskukona. — Annaðhvort foreldranna fær
vont, þrálátt kvef, og leitar seint eða ekki læknis. Það
var hann eða þau, sem hóstuðu upp berklabakterí-
unum.