Hlín - 01.01.1934, Page 39
Hlín
37
Danmörku, er veikin enn mest í þeim landshlutum,
sem hún var mest í, þegar sögur fara fyrst af henni
þar í landi. (Sbr. Knud Faber: Tuberkulosen i Dan-
mark. Bbh. 1926). — Hvaö er og sennilegra en að
veikin vari til æfiloka mannkyns. Hún er æfisjúkdóm-
ur einstaklingsins, hvaö sem öllum bata líður í bráð
og lengd, en leyfir æfilangt líf. Þegar lífi hins sjúka
lýkur,ervaxin upp ný kynslóð,oghann hefur mannfyr-
ir sig. Margir að vísu engan, en aðrir því fleiri. Það
er ekki til snefill af sönnun fyrir því, að börn og því
síður barnabörn þess sama sjúklings, sjeu ónæm eða
minna næm á berklaveiki en annað fólk. Sje þessi
öldugangur veikinnar til, þá stafar hann af einhverju
óþektu, sem óafsakanlegt er að treysta á á örlaga-
stund. Hvað sem þessum »öldum« líður, þá er berkla-
veikin enn í byrjun á íslandi. Nokkurra áratuga gam-
all sjúkdómur. Hver vill bíða fyrir sig og sína, og
vita,hvort ellimörk sjást á hrafninum eftir 200 ár!
Hitt er annað mál, og alment viðurkent, að aukið
mótstöðuafl er í sjálfu sjer ein vörnin, enda aðalinni-
hald lækningakáksins sem kunnugt er. En gætum við
látið mann eiga svo gott, að hann s.é óhultur fyrir
berklasmitun? Sleppi jeg því, hvað þjóðarauður leyfir
og geta á jöfnun kjara einstaklinga. — Jeg hef vitað
fólk smitast og sjeð það sýkjast hættulega, sem bjó
við öll hin bestu skilyrði, sem auður og manndáð geta
veitt. Má vera, að það hafi sýkst vægar, vegna þess
að það naut þessa. Veit ekki um það. Hitt dettur mjer
ekki í hug, að slík veraldargæði verji nokkurn mann
svo fyrir berldum, að hann sje öruggur, einu sinni
fyrir því versta. — Einna mest vörn mundi vera í úti-
vist og reglubundinni vinnu. Sjeð hef jeg mann, sem
vann holla vinnu og sjaldan kom undir þak, yfirbug-
ast af berklaveiki, litlum neista, sem væntanlega hefur