Hlín - 01.01.1934, Side 42
40
Hlín
' Berklavarnarlögin frá 1921 virðast ekki hafa veitt
mikla vörn. Að vísu verður vöxtur og rjenun þessarar
veiki að mælast í áratugum, en ekki árum, en jeg heltl
að enginn, sem skyn ber á, geti nú orðið búist við
miklum árangri af ráðstöfunum þeirra, enda hefur
fátt verið gert til þess að gera það kleyft að fram-
fylgja þeim. Af því aðgerðaleysi og af því að lögin
ná of skamt, finnast eigi smitberarnir og þeir ganga
lausir margir, sem finnast. Þau fyrirbjóða að maður
með smitandi berkla stundi ýms störf, svo sem barna-
kenslu, og að hann dvelji á barnaheimili, nema að
hann sje einangraður. En þau gera ekki ráð fyrir
neinni smölun eða allsherjarleit að smitberum, nje
gera það kleyft að koma henni á. Þau mæla heldur
ekki svo fyrir, að hver berklasjúkur, hvort sem hann
var smitberi eða eigi, er hann fanst, skuli vera undir
eftirliti. Hvcr einasti berklasjúkur maður getur orðið
smitberi og margir eru það annan timann, en ekki
hinn. Það veldur höfuðerfiðleilmnum i vörmmum. Það
eru hinir ófundnu, og það eru þessir »meinlausu« og
bráðalbirgðarbatafólkið, sem mest sáir út veikinni. —
Yfir því fólki höfum við hjeraðslæknarnir í fram-
kvæmdinni ekkert vald. Við höfum hvorki getu til
þess, að finna alla smitberana, nje getu og vald til
þess að gæta þeirra. Lögin eru meinlaus og gagnslít-
il. Þeim má líkja við þær influensusóttvarnir, þegar
látið er nægja að loka skólum og kvikmyndahúsum.
Getum við tekið upp öflugri varnir? Allir læknar,
sem nokkrar vaniir vilja, telja brýna þörf endurbóta.
Sumum eru þær heitasta áhugamál sem þeir eiga.
Berklaveikin er í rjenun í nágrannalöndunum. Sum-
ir þakka það velnefndum öldugangi, aðrir bættum
kjörum fólks — aukinni mótstöðu — og enn aðrir
beinum vörnum, eða tvennu hinu síðara saman. Þjóð-
ir þær hafa gert margskonar varnarráðstafanir, sem