Hlín - 01.01.1934, Page 46
44
Hlín
Góðu húsfreyjur! Það er óvíst hvenær öflugri
berklavai’nir verða teknar upp en nú eru, þó okkur
læknum sje ljóst, að það á að sitja fyrir öllu öðru. —
Þekking flestra er engin á þessum efnum, og vilji
þeirra, er landi ráða, bundin ýmsum dutlungum. —
Jeg vildi gjarnan gefa ykkur bendingu, sem að nokkru
haldi mætti koma: Takið aldrei mann inn á heimili
ykkar, nema þið vitið, sem framast má, um það, hvort
hann er berklaveikur eða ekki. Jeg segi ekki að þiö
eigið aldrei að taka berklaveikan mann. Það getur
verið óumflýjanlegt, gott verk og hættulaust. — Mun-
ið að berklaveikin er ekki aðeins orðin okkar mesta
þjóðarböl, að sjúkdómum til, og jafnvel af öllu, held-
ur líka þjóðarsmán. Hún geysar hjer sem hjá skræl-
ingjum.
Veitið þeim mönnum lið, sem vilja ráða bót á þessu
böli, þið hafið jafnan verið hjálpfúsar í baráttunni
gegn sjúkdómum og dauða.
Af hverri viðleitni, gerðri af g'óðum hug, sprettur
að lokum gott. Sú trú hvetji ykkur — og sje mjer
afsökun.
I apríl 1934.
Jón Ámason,
hjeraðslæknir öxarfjarðarhjeraðs.