Hlín - 01.01.1934, Síða 49
47
Hltn
lægri guðstrú, eru skilyrðislaust bestu förunautar
hvers einstaklings í lífinu og undirstaða þess, að heil-
brigð sál vinni í heilbrigðum líkama.
Það er von mín og ósk, að kvenþjóðin íslenska beri
þann metnað í brjósti, að reyna af fremsta megni að
ala börnin sín þannig upp, að þau geti lyft þjóðinni
á hærra stig almenns þro'ska og þróunar, þegar tímar
líða.
Guð styrki okkur konur í samvinnu við karlmenn-
ina til að umbreyta lífinu þannig, að hlýja og vinar-
þel verði hæstráðandi í lífi hvers einstaklings, en hroki
og öfund hverfi. Áhyggjurnar munu þá minka, en
vinna og reglusemi aukast.
Ingibjörg Jónasdóttir,
Ái-nesi í Strandasýslu.
Heimilisiðnaður.
Sútun slcinna, í heinmhúsmn.
Þótt mikið hafi verið til af skinnum í landi voru frá
öndverðu, hefur sútun á heimilunum ekki þekst, svo
teljandi sje. Skinnin hafa verið þurkuð (spýtt), reykt,
elt og lituð (blásteinslituð, lynglituð og eirlituð), en
ekkert af þessu hefur gert skinnin vel mjúk og því
síöur vatnsheld, svo að þau hafa orðið lítt nothæf til
klæðnaðar, sem hefði þó veriö mjög æskilegt, eins og
veðurlagi er háttað hjer.
Ástæðan til að heimasútun hefir ekki þekst hjer,
eins og í öðrum menningarlöndum er sú, að hjer vant-