Hlín - 01.01.1934, Side 50
48
Hlín
aði trjábdrkinn, sem frá ómunatíð hefur verið notað-
ur til sútunar með þjóðunum.
En efnafræðinni hefur, sjerstaklega á síðastliðnum
50 árum, fleygt mjög fram í heiminum og kemur hún
okkur þarna til hjálpar við leður- og skinnaiðnað.
Sútunarefnafræðin er aö sjálfsögðu mest notuð og sí-
felt endurbætt af stóriðnaáinum, en getur engu að síð-
ur komið að góðu gagni á heimihmum. — Þessar að-
ferðir ættu íslenskir bændur að kynna sjer.
Það er ekki við að búast, og ekki til þess ætlast,
að bændur selji sútuð skinn og húðir og keppi þannig
viö stóriðnaðinn, til þess þyrftu vjelar og margra ára
nám, en annað mál er það, að geta gert sjer hin lítt
seljanlegu skinn að gagnlegri vöru til heimanotkunar:
Til aktýgja, óla o. fl. og er þar sjerstaklega átt viö
kálfsskinn, kýr- og hrosshúðir, sem bændur fá nú
raunalega lágt verð fyrir. Sauðskinn ætti að mega
súta, bæði með ullinni og rotuð, og ætti þá að vera
hægt að nota þau til klæðnaðar á ýmsan hátt, þar sem
hægt að gera þau vatnsheld. Sú sútun, sem hjer um
ræðir, er kölluð Formalínsútun, því að aðalefnið, sem
notað er, heitir Formalín. Skinn, sútuð með þessari
aðferð eru hvít og mjúk, þola vel teygju og hafa þann
kost, fram yfir margar aðrar sútunaraðferðir að vera
vatnsheld.
Formalínsútunin er mjög einföld, ekki síður en álún-
sútunin. Allt, sem til þarf af áhöldum, eru tveir
stampar (olíufat, sagað sundur í miðju, vel hreinsað)
og góður hnífur, það er alt og sumt.*
Hvort sem skinnin eru þurkuð (spýtt) eða söltuð,
eru þau lögð í bleyti í 2—3 daga.
* Aftur á móti þarf nokkuð af kemískum efnum, sem hægt
er að fá í lyfjabúðum,