Hlín - 01.01.1934, Page 52
50
HUn
látin liggja þar, sauðskinn 3—5 tíma, eftir þykt, kálfs-
skinn 8—10 tíma og stórgripahúðir 18—24 tíma. Þá
eru skinnin skoluð.
Eftir að þessu er lokið, má skafa skinnin vel á hold-
rosinni, óhreinindi, himnur og tægjur fara þá vel af.!l!
Enn er skolað vel og eftir þetta byrjar hin eiginlega
sútun. — Sútunarlögurinn er þannig blandaður:
50 h'trar vatn.
1 lítri formalín.
1 kg. calcineraður sódi.
Þunn skinn þurfa einn sólarhring, kálfskinn 2 og
stórgripahúðir 3—5, alt effir þykt. Það er gott að
stíga skinnin í balanum einn klukkutíma, til þess að
lögurinn gangi sem best inn í þau (en þá er betra að
vera í gúmmístígvjelum).
Eftir að búið er að súta, eru skinnin skoluð vel og
lögð í lög, sem er þannig blandaður:
50 lítrar af vatni.
1 kg. natríum-bisulfit (ekki sulfat), og er það leyst
upp í 5 lítrum af heitu vatni.
Þá er loks að því komið að þurka skinnin, og er það
hvergi nærri vandalaust, því að ekki má bráðþurka
þau. Jafnóðum og skinnin þorna, þarf að fara að
teygja þurru blettina, teygja bæði á lengd og breidd,
svo skinnið haldi laginu. Svo er það aftur hengt til
þerris. Eftir nokkra tíma er skinnið teygt að nýju.
í fám orðum sagt: Þessi eftirvinna við skinnin er að-
allega í því fólgin, að teygja, teygja og teygja, þangað
til skinnið er orðið lungamjúkt. Ef þurrir blettir koma
* Ef maður ætlar að súta skinn með ullinni, þarf ekki að hafa
svona mikið fyrir, nóg, eftir að búið er að bleyta skinnin að
skafa þau vel á holdrosunni og bursta þau upp úr 5% ammo-
niakkarbonat-blöndu (hjartarsalt) og láta þau svo beint í sút-
unarlöginn.