Hlín - 01.01.1934, Síða 55
Hlin
53
hinni fyrri. Það er mjög áríðandi að jaðrar sjeu fall-
egir, eftir því fer á samsetningu eða samprjóni.
Nú vona jeg að jeg sje búin að gera það skiljanlegt,
hvernig má prjóna saman í hringprjónavjelum.
En svo kemur til greina lagíð á fatinu, og verður
hver prjónakona að hugsa sjer það, eða fara eftir
öðrum fötum, alveg eins og þær, sem prjóna í stærri
vjelum.
Jeg skal hjer gera ykkur grein fyrir hvernig jeg
prjóna peysu, og tek jeg stærð á 10—12 ára ungling.
Mín vjel hefur 72 nálar í hólk. Nú tek jeg 16—18
nálar úr hólknum, svo járnin, sem flytja nálamar,
hafi nægilegt pláss milli nála. Síðan fitja jeg upp og
prjóna nokkra lengju, sem svarar upp undir hönd,
set jeg þá spotta í báða jaðra (mark), prjóna svo
70 umferðir, sem sjc upp að hálsmáli. Þá tek jeg 15
lykkjur af nálunum til vinstri handar (best að fara
með nál og þráð í gegnum þær, svo ekki rakni niður
úr þeim), prjóna þá 30 umferðir, nefnilega yfir öxl-
ina, bæti þá hinum 15 nálunum í aftur á sinn stað, og
fitja upp á þær aftur, sem sje út á miðju bakmegin,
prjóna 70 umferðir og set þá spotta í jaðrana. Nú
leitar maður uppi spottann, sem áður var settur í
jaðarinn til hægri, og byrjar að prjóna þar saman
undir hönd hægra megin í vjelinni, sem svo er haldið
áfram, þar til búið er að prjóna saman boðangana
þeim megin.
Nú fitja jeg upp hinn helming peysunnar, n.l. á
sömu nálar og áður, og prjóna eina umferð, læt þá
hinn helminginn í samband og byrja á þeim jaðrin-
um að neðan, sem hálsmálið var mótað á, og gæti þess
að ranghverfan snúi inn í vjelinni, og er þá byrjað að
jaðra saman til hægri í vjelinni. Þegar kemur upp að
spottanum, sem áður var settur í fyrri helminginn,
þá skal settur spotti í jaðarinn til vinstri handar, sem