Hlín - 01.01.1934, Síða 56
54
Hlín
skyldi merkja upp að hönd þeim megin. Heldur mað-
ur svo áfram að prjóna saman upp að hálsmáli á fyrri
helming, tekur svo 15 lykkjur á spotta, hægra megin
í vjelinni, og dregur nálarnar upp eða tekur þær úr
eins og í fyrra skiftið og prjónar svo 30 umferðir yfir
öxl, fitjar þá upp aftur á þær nálar, sem úr voru
teknar, og tekur þá strax bakhlutann, sem hangir nið-
ur í vjelinni hægra megin, og byrjar að prjóna saman
til hægri í vjelinni, sem sje byrjar við hálsmálið, og
prjónar svo saman þar til kemur að áðurnefndum
spotta til hægri. Þá skal leita að spottanum til vinstri
í þeim jaðri, sem hangir niður í vjelinni, og byrja að
prjóna saman þeim megin líka, og svo báðu megin á
víxl með einni umferð á milli, þar til prjónaður er
saman bolurinn niður úr báðu megin.
Mjög ríður á að setja þessi mörk í jaðrana og gæta
þess að þau ekki bili úr, því með þeim fær maður
jafnt umferðatal á báðum stykkjum og fríast við að
telja, sem oft vill gleymast.
Nú tek jeg upp á ermunum í tvennu lagi, þannig'
að jeg tek upp á nálarnar lengra bragðið í jaðrinum,
og við og við það styttra líka, þegar kemur undir
hönd, til þess að fá meiri vídd undir höndina og byrja
þá æfinlega að taka upp á nálarnar fyrir miðju á öxl.
Svo prjóna jeg fyrri helminginn eins langan eins og
ermin á að vera, utan snúnigs, og tek úr smátt og
smátt undirhönd, en alls ekki ofan á handleggjunum. Svo
tek jeg eins upp á seinni boðunginn og byrja þá strax
að prjóna saman á báðum jöðrum, og taka jafnhliða
úr undir hönd á seinni hlutanum, þar til hann er orð-
inn jafn hinum fyrri, skal þá ekki prjóna niður úr
hólknum, heldur sameina lykkjurnar á nálunum 2 og
2 saman og taka auðu nálarnar úr, setja svo aðra
hverja nál í auða hlutann, sem var í vjelinni og taka
upp á þær hinn boðanginn, 2 og 2 lykkjur saman á