Hlín - 01.01.1934, Page 58
56
Hlin
sama hátt og áður. Prjóna svo eina umferð og svo
áfram eins og áður.
5. TIGULPRJÓN. Byrja sem áður og prjóna eina
umferð, færi svo aðra hvora lykkju yfir á næstu
prjóna til vinstri, prjóna svo tvær umferðir, sú fyrri
myndar höft á Jausu prjónana, en sú síðari lykkjur.
Færi svo þær lykkjur yfir á næstu prjóna til hægri,
prjóna þá aðra umfreð eins og áður og færi lykkjurn-
ar til vinstri og þannig áfram á víxl.
6. SJALPRJÓN. Set upp sem fyr og prjóna eina
umferð. Færi svo lykkjurnar af hverjum tveimur sam-
hliða prjónum á næstu prjóna beggja megin (þannig
að tveir samhliða prjónar sjeu í brúki milli hinna
tveggja prjóna). Prjóna svo tvær umferðir. Færi
svo lykkjurnar af þeim tveimur samhliða prjónum,
sem í brúki voru til beggja hliða, yfir á þá næstu
prjóna. Svo aftur tvær umferðir, og færi svo lykkjurn-
ar af þeim tveimur, sem í brúki voru, yfir á þá næstu
á sama hátt, og held þannig áfram.
7. TVÖFALT PRJÓN. Set upp sem fyr. Drag upp
annanhvern prjón, prjóna svo eina umferð, færi þá
pi-jóna niður sem uppi voru, og þá prjóna upp, sem
niðri voru, prjóna eina umferð, færi svo þá prjóna
niður, sem uppi voru, en hina upp eins og áður og
held þannig áfram.
ÖNNUR AÐFERÐ. Drag upp tvo samhliða prjóna,
meö'tveimur prjónum niðri á milli á víxl, eins og 1
fyrri aðferðinni, og prjóna eina umferð á milli, drag
svo upp þá prjóna, sem áður voru niðri, og svo á víxl,
eins og í hinni aðferðinni.
ÞRIÐJA AÐFERÐ. Drag upp annan hvern prjón,
á víxl, eins og í fyrstu aðferðinni, en prjóna tvær um-
ferðir á milli, í staðinn fyrir eina í fyrstu aðferðinni.
FJÓRÐA AÐFERÐ. Tak tvo prjóna upp á víxl og
prjóna tvær umferðir á milli,