Hlín - 01.01.1934, Side 59
Hlín
57
8. LEGGINGAR. Haf aðeins 4—6 prjóna í vjelinni,
fær þá upp til hægri handar, bregð svo bandinu innan
við þá — eftir að búið er að fitja upp. Snú þá vjelinni
til baka og fær prjónana niður vinstra megin. Prjóna
svo áfram til hægri. Set þá prjónana upp á sama stað
og áður, og snú vjelinni til vinstri, þá prjónana niður
og prjóna áfram og hald þannig áfram á víxl.
Jóhanna Kr. Giuhnandsdóttir,
Höskuldsstöðum í Breiðdal.
MERKISKONUR.
Ólöf Bjarnadóttir á Egilsstöðum, 1834 — 1934.
Eftir Sigrúnu P. Blöndal á Hallormsstað.
Kveðja d aldarafmœli.
Margt virðist mönnunum vera misjafnt úthlutað af
forsjóninni, en þó fátt misjafnara en aldur. — Hefur
það löngum verð mönnum ráðgáta, hversvegna sumir
fæðast aöeins til þess að deyja, aðrir falla á blóma-
skeiði, einmitt þegar störfin kalla á þá úr öllum átt-
um, enn aðrir eru hrifnir burt í miðju starfi, sem eng-
inn fær skilið, hver tekið geti við, — en sumir deyja
í liárri elli. •— Er síst furða, þó menn horfi undrandi
á aðfarir hins mikla sláttumanns og veiti örðugt að
skilja, að »reyr, stör sem rósir vænar, reiknar hann
jafn fánýtt«.
En þó okkur virðist oft ærið órjettlæti koma fram
í þessari úthlutun aldursins, þá fer svo, að við nán-
ari umhugsun munu flestir sammála um, að í þessu
efni, eins og svo mörgum öðrum, vitum við ekki hvers
biðja ber. Reynslan sýnir, að ekki verður öllum það