Hlín - 01.01.1934, Page 60
58
tilin
gleði eða gæfa að njóta langra lífdaga. Að vísu munu
flestir telja lán að ná fullum aldri og þroska og fá
unnið þau störf, sem lífið leggur þeim á herðar. Slíkt
lán veitist líka mörgum. En flestir mundu kjósa að
deyja að því loknu, því mikið vantar á, að öllum verði
það gæfa að lifa
lengi. Þeir munu
vera fleiri, sem
ellin veitir enga
eða litla ánægju,
en er eingöngu
saga um afturför
og hnignun. Fátt
er raunalegra en
að sjá gamalt
fólk, sem fyrir
löngu virðist hætt
að lifa lífinu, sem
fáir muna eftir
og sem engum
þykir vænt um.
Það verður byrði
sjálfu sjer og
öðrum.
Það eru aðeins
fáir útvaldir, sem
þannig eru úr garði gerðir, að ellin vinni ekki á þeim,
nema að litlu leyti, þó þeir verði gamlir að áratali. Þeir
halda áfram að lifa, þ. e. fylgjast með í lífi og athöfn-
um samtíðar sinnar, halda áram að vera lifandi virkur
þáttur í því samfjelagi, stóru eða smáu, sem þeir eru
brot af,og verða vitrari,betri ogmeirimennmeð hverju
árinu sem líður, þar sem hvert mótlæti verður að þekk-
ingu, sem bætist við í sjóð reynslu þeirra, og hver
gleðistund að blómi í kransi minninganna.