Hlín - 01.01.1934, Qupperneq 75
Hlin
73
Uppeldis- og þjóðfjelagsfræðingar vorra tíma líta
svo á, að af hinum stytta vinnutíma, sem hraðvirkar
vjelar skapa, sje æskulýðnum voði búinn, ef hann á
ekki kost á hollu og hentugu námi, sem heillar luiga
hans.
»IIagnýt mentam« er því kjörorð nútímans.
Danmörk.
Margir halda að Danir sjeu aftarlega í lestinni hvað
heimilisiðnað snertir, en eftir þeim upplýsingum, sem
jeg hef fengið einmitt þessa daga frá ritara heimilis-
iðnaðarfjelagsins í Danmörku, er alt annað uppi á
teningnum. Hann segir mjer, að heimilisiðnaðarfjelög
sjeu 700 í landinu og í skólum fjelaganna hafi s. 1.
vetur verið um 20.000 manns, hvorki meira nje minna.
Tölurnar tala sínu máli. Þær sýna að stjórnarvöld
meta starfið mikils, þar sem lagöar eru til þess tugir
þúsunda árlega. — Langmest er unnið að trjesmíði.
Allmargir íslendingar hafa, bæði fyr og síðar, not-
ið kenslu Dana í ýmislegri handavinnu, þess er vert
að minnast.
Finnland.
Á hinu norræna heimilisiðnaðarþingi í Bergen 1928
voru margir Finnar. Höfðu þeir frá ýmsu að segja
um heimavinnu þar í landi, en sjón er jafnan sögu
ríkari, sýningin þeirra bar þess ljósan vott, að unnið
var af kappi í landinu að þessu menningarmáli.
Á þinginu voru skóla- og heimilisiðnaðar-eftirlits-
menn (inspektörar), karl og kona. Annað þeirra hafði
eftirlit með 46 skólum, hitt með 48. (Skólavinna ung-
menna og heimilisiðnaður eru undir sömu stjórn, enda
sýnist það rjettmætt. Skólahandavinnan leggur grund-
völlinn að heimilisiðnaðinum).
Finnar eru þjóðræknir menn í besta lagi. Það sagði