Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 77
Hlin
75
vinnunnar og verksmiðjanna um efni og gerðir, styð-
ur það ekki lítið að bættum smekk hjá báðum. Vefn-
aður og húsgagnasmíði er sett hæst af allri handa-
vinnu, er því mikil rækt lögð við gamla fjárstofninn
(samskonar og okkar), því sú ull þykir best til heimil-
isiðnaðar. Sömuleiðis er mikil áhersla lögð á að rækta
hör (togið okkar jafnast á við hann). — Jurtalitun
er höfð í miklum hávegum. Einna fegurstur þykir
vefnaðurinn vera á Jamtalandi, en þar eru aðallega
notaðir mosalitir og steinlitur (indigo) til vefnaðar.
Bæði ríki og hjeruö láta mikið fje af hendi rakna
til handavinnukenslu, bæði til skólanna og til heima-
vinnunnar beinlínis. Það sýnir að stjórnarvöldin álíta
þessu fje vel varið.
Aðaldherslan er allstaðar lötjð á að vinna til eigin
afnota, söluframleiðsla kemur í annari röð.
Áhugi er mikill hjá Svíum fyrir að viðhalda göml-
um minjum, sem hverri sveit og hverjum bæ tilheyra.
Þeir hafa sýnt það í verkinu að þetta er alvörumál.
Þjóðminjasöfn Svía skifta hundruðum (300).
Noregur.
Norðmenn leggja mikið í sölurnar til þess að unga
fólkinu gefist kostur á að læra ýmisleg góð og gagnleg
vinnubrögð, sem venur á iðjusemi og ljettir lífsbarátt-
una á ýmsan hátt. Er þar bæði um heimilisiðnað að
ræða og smávjelaiðnað á heimilum, sem einkum mið-
ar að því að framleiða söluvarning.
Norðmenn eiga 9 vinnuskóla fyrir unga menn til og
frá um landið. (Og ekki er síður hugsað fyrir ungu
stúlkunum með vefnað og saumaskap).
Þessir skólar piltanna veita fræðslu í smíðum, trje-
og járnsmíði, og teikningu. Námstíminn er 7 mánuðir.
Kenslan er ókeypis, en nemendur borga efni og uppi-
hald (mötuneyti). Sumir af skólum þessum hafa 50