Hlín - 01.01.1934, Síða 80
78
tílin
málið (hálfull), bláa og rauða, sem notað er í stakka
kvenfólksins og húfur karlmannanna. — Að jurtalita
eru Færeyingar mestu snillingar.
Færeyingar kunna vel til heimasútunar, skór þeir,
er notaðir eru við þjóðbúninginn, eru úr heimasút-
uðu, mjúku og hreinlegu skinni. Þeir eru óhæfir í
bleytu, og notar því hver einasti Færeyingur, ungur
og gamall, karl sem kona, trjeskó úti. Á það sinn
mikla þátt í því að gera færeyisku heimilin þrifaleg,
enda eru Færeyingar hreinlátir með afbrigðum. —-
Trjeskórnir hafa verið heimilisiðnaður eyjarskeggja,
bæði fyr og síðar.
Af smíðisgripum ber mest á sveðjunum og ífærun-
um, sem notaðar eru við hvaladrápið og ýmislegt ann-
að úthald til veiðiskapar, margt af því er ágætt smíði.
Skotsku eyjarnar.
Frændur okkar á skotsku eyjunum eru heimilisiðn-
aðarmenn miklir. Þeir hafa mikla fjárrækt ásamt
fiskiveiðunum. Landsbúar eru um 100.000. Þeir flytja
út ullarvarning fyrir um 2 milljónir króna árlega,
mest sportklæðnað ýmsan: Peysur, sokka, trefla o. s.
frv. — Markað hafa þeir ágætan bæði í Englandi og
á Skotlandi. —
Þetta er þá í stuttu máli um heimilisiðnað ná-
grannaþjóða okkar að segja, sem við þekkjum þó
nokkuð af sjón og raun. En frásögur berast hingað
af heimilisiðnaði fjarlægari þjóða, t. d. silkiiðnaði
Svisslendinga og Frakka. Svisslendingar hafa silki-
vefstólana í bestu stofu sinni, og segir ferðakona nokk-
ur svo frá, að þeim þyki ekki meira þrekvirki að hafa
13 þúsund á slöngunni en okkur 13 hundruð. — Al-
kunnug er úra- og leikfangagerð Þjóðverja og Sviss-
lendinga, þar sem heilir bæir hafa atvinnu af hvoru-
tveggja því smtði, og er það iðkað ýmist sem heimilis-