Hlín - 01.01.1934, Side 81
iðnaður eða sem smáiðnaður með vjelum á heimil-
unum.
Belgir og írlendingar eru allra manna snjallastir í
framleiðslu á fínum kniplingum, sem öldum saman
hafa háft orð á sjer, sem hið fegursta kvenskraut. Og
þannig mætti lengi telja.
Af því, sem hjer að framan er sagt er augljóst, að
handavinnan er engin hornreka hjá þjóðunum, og að
það eru ekki eingöngu smáþjóðir, sem aðhyllast hana.
Alt virðist þvert á móti benda til, að handavinnunni
sje að aukast álit um heim allan.
Frá Tahiti-eyjum.
Eftir Gísla Guðmundsson frá Sauðeyjutn á Breiðafirði,*
Þjer mælist til þess, að jeg segi »Hlín« eitthvað í
frjettum hjeðan úr eyjunum, en jeg er hræddur um
að það verði illa úr garði gert hjá mjer. Jeg tilheyri
kynslóðinni, sem aldrei kom í skóla, því engir skólar
voru til í Breiðafjarðareyjum í minni tíð þar. Jeg hef
ekki heyrt íslenskt orð í 25 ár, og verðið þjer að af-
saka að jeg gleymi orðunum oft og títt. Svo á jeg
bágt með að sjá, augun eru að mestu uppgefin.
Eyjar þessar, sem jeg hef dvalið á í nærfelt manns-
aldur, eru 5 talsins og 3 smáeyjar, allar eldbrunnar,
rjett innan við hitabeltið, að stærð 6 þúsund fermílur,
* Þegar jeg af tilviljun fjekk utanáskrift Gísla, bað jeg hann
að senda »Hlín« dálítinn pistil frá þessu fjarlæga heim-
kynni sínu og varð hann vel við þeim tilmælum. Ritatj.