Hlín - 01.01.1934, Síða 83
Hlín •
81
nægðan með að vistast í Reykjavík, ykkar höfuðstað.
Það er enginn iðnaður í Honolulu, svo teljandi sje,
enda eru Ð/10 af bæjarbúum öreigar, en hiti er á við
hálfa gjöf, svo jeg held að fáir deyi af fæðuskorti,
enda er fjöldi af hjálparstofnunum í borginni og mik-
ið gert til að lina bágstaddra kjör í' bæ þessum. Það er
og bót í máli, aö fjöldinn allur er hjer austurlandakyns,
Kínverjar og Japanar, sem flest er ættrækið fólk og
hjálpar ættingjum sínum þannig, að ættfaðirinn safn-
ar hjá þeim, sem eitthvað hafa aflögu, og útbýtir,
þegar nauðsyn krefur, a. m. k. til eidra fólks.
Jeg er hjer 150 mílur frá Honolulu á vesturströnd
eyjarinnar Hawaii, sem er stærsta eyjan, og tekur
yfir hjerumbil ]/3 af öllu landi eyjanna. Eyjan hefur
það fram yfir flestar smáeyjar, að nær alt hugsanlegt
loftslag er hjer að fá, t. d. er jeg hjer vegna augn-
anna, því hjer er enginn vindur eða ryk og alt er
grænt árið um kring, sagt mjög gott fyrir berkla-
veika.
Það eru mjög fáir hvítir menn í þessu hjeraði, þó
töluvert af Portúgölum, en þeir teljast ei hvítir.
Kaffi er aðalframleiðslan hjer, því landið er ónot-
hæft til sykurræktar, vatnslaust og að mestu urðar-
hraun, þó fæst besta kaffið af blettum þar sem varla
má fá spónfylli af jarðvegi, og hvergi fást stærri á-
vextir en hjer. Upp úr gömlu vikuröskunni geta, ef
nægilegt regn er með, vaxið undraverðar plöntur, svo
hjálpar að enginn stormur ónáðar jurtagróðurinn hjer
í þessu hjeraði. Allur fjöldinn er hjer leiguliðar, eða
85%, flest Japanar, og skákirnar smáar, ca. 2—8 ha.
að jafnaði. Með sífeldri elju og sparsemi tekst þeim
að fá góða uppskeru, en nú er verðið á kaffinu að-
eins 5—6 cent pundið, og áburðurinn kostar hjer um
bil sama og kaffið. Þó nýtt land þurfi engan áburð,
6