Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 85
Hlin
83
þorskur frá Japan, þar allur fjöldinn er vanur fisk-
áti, og vill fá fisk, hvað sem hann kostar.
Dýnamitveiði er sagt hafi eyðilagt veiðina, svo eru
mannætuhákarlar, sem nóg er af, hættugripir fyrir
fiskinn.
Japanar og frumbyggjar eta mikið af sölvum og
ýmsum fjörugrösum, frá Japan er flutt inn milcið af
þurkuðum fjörugrösum. Það er sagt að öll nauðsynleg
efni, sem líkaminn þarfnast, sje í þeim, þar alt líf
hafi í byrjun úr sjó komið. Hjer er lítið um þara eða
söl, þar eru norðurhöfin margfalt auðugri, einnig af
fæðuefni fyrir fiska eins og hinn heimskunni Vestur-
íslendingur, Vilhjálmur Stefánsson, hefur útskýrt í
ritum sínum.
Nú er kreppa um allan heim, einnig heima, skyldu
íslendingar ekki geta notað söl og fleiri fjörugrös til
manneldis? — Það getur hvergi hraustara fólk en
frumbyggjar hjer, áður hvítingar lcomu til sögunnar,
þó það lifði aðeins á fiski og ýmsu rusli úr fjörunni
með taró- og kókoshnetum, annað var ekki til.
Hjer í Kónahjeraði er sagt að hafi dvalið langtum
fleira fólk áður en hvítir menn komu hingað um 1820,
þá var um engan innfluttan varning að ræða, þvf
Kóna var frá fyrstu tíð aðsetur heldri stjetta meðal
frumbyggja, því hvergi í eyjunum er að finna aðra
eins veðurblíðu og minna um skorkvikindi. 1865 voru
hjer yfir þúsund skákir af landi, smáu og stórú, í
eign frumbyggja, en alt er nú týnt og tapað. Hvíting-
ar hjeldu að þessu frumstæða fólki alskyns óþarfa
varningi, jarðirnar voru veðsettar og búið og punkt-
um.
Jeg get um þetta, þareð sama getur hent fslend-
inga, að útlendur eða innlendur prangaralýður gleypi
alt eignarvert fyrir óþarft skran, er vel má án vera.
6*
L