Hlín - 01.01.1934, Side 88
86
Hlín
Jeg hef heyrt sagt að mismunurinn á útbúnaði skól-
ans og híbýlum námsmeyja orsaki, að þær uppgefist
við að halda við því, sem þær hafa numið, þá heim
kemur, þar flest fólk lifir hjer á frumstæðu stigi, en
í skólanum er alt, sem efni geta veitt. Nýi skólinn,
er var bygður í fyrra, kostaði 2 milljónir dala, alt úr
steini, bygt á hæð fyrir ofan gömlu skólana. Alt for-
stöðufólk er hvítt, ásamt öllum er kenna ungviðinu.
Drengjadeildin þar kennir ýmislegt handverk, ásamt
hirðingu á gripum og ýmsu alifje, þar sem skólinn
hefur stóran búgarð nálægt, og alt af besta kyni. öll
þessi innrjetting er í höfuðstaðnum, Honolulu. —
I þessu sambandi má geta þess, að fæstar meyjar vilja
fást við húshald hjer, þó þær kunni, Kínverjar og
Japanar fást við alt slíkt á stofnunum og í prívathús-
um líka, stúlkunum þykir það of ófrjálst og ekki fínt!
Skrifstofuverk og kennarastörf er markmið þeirra.
Stjórnin hjer hefur mörg hundruð konur í sinni þjón-
ustu sem barnakennara og í ýmsum öðrum opinber-
um stöðum til og frá á eyjunum, þær fá yfir 100 dali
á mánuði, uppbúið hús og 3ja mánaða frí á ári með
fullu kaupi, konur, sem hafa yfirstjórn fá mikið meira
og bifreið að auki, til að ferðast á milli skólanna og
von um eftirlaun eftir 20 ára þjónustu. Einnig fást
æði margar konur við hjúkrunarstörf um allar eyjar,
hver búgarður hefur a. m. k. eina útlærða frá hospí-
talinu í bænum, hvar þær læra þá fræði. Þær verða að
fá sinn kauptaxta hvar sem þær eru, 25 dali með fæði
og húsnæði á viku. Svo eru ósköpin öll af læknum í
bænum, sem flestir hafa útskrifaða hjúkrunarstúlku
á lækningastofu sinni. Þegar jeg var síðast á »Drotn-
ingarspítala« í Honolulu, þá voru um 100 námsmeyjar
þar af öllum ættum og lit. Það er sagt að japanskar
stúlkur taki öllum fram um árvekni og viðfeldið við-
mót.