Hlín - 01.01.1934, Page 89
Hlin
87
Nóg er nu komið af þessu, þjer getið líklega ekki
lesið þessa skrift mína, eða hafið ekki tíma til þess.
Jeg bað systur mína um eitthvað af fornum fræðum,
mig hefur lengi vantað annála yfir 15. öld til siða-
skifta, ritaða af óvilhöllum manni, sjerstaklega æfi-
sögu Jóns biskups Arasonar. Jeg sendi, sem ekkjan
forðum, fáa aura til manns, er var að láta gera líkan
Jóns biskups í Reykjavík, skyldi honum hafa tekist
að fá nóg til þess?
Þó jeg fylgi engri trúarreglu, hef jeg altaf undrast
sjálfsfórn »systranna og bræðranna« katólsku í þarf-
ir þeirra lifandi dauðu á Molokai-ey hjer, það er eyj-
an, sem líkþráa fólkið er neytt til að dvelja á. Bróðir
John Dutton dó nýlega í Honolulu, í 52 ár steig hann
aldrei fæti af Molokai-eyjunni, herskip tók leifar hans
til baka að hvíla meðal aumingjanna á Molokai-ey,
eftir ósk hans. Sama dag og hann fékk hvíldina, veitti
stjórnin honum eftirlaun, verra seint en aldrei! —
Allur heimur, þ. e. a. s. þeir er nokkuð lesa, kannast
við píslarvott eyjarinnar, föður Damíen, er var svo
mikill öreigi, að hann átti engin sæmileg föt, gaf alt
er hönd á festi, fjekk pestina og ljest þar. Hann var
líka dr. med. auk þess að vera prestur, hann var ætt-
aður frá Belgíu, hvaðan mest af lærðu og leiku um-
sjónarfólki kemur, er stundar holdsveika, bæði á eyj-
unni og í tilraunaspítalanum í bænum.
Gaman þætti mjer að vera fær um að sjá gamla
landið, einkanlega Breiðafjarðareyjar, því jeg kom í
heim þennan í Flatey, faðir minn var þá fyrirvinna
hjá Herdísi Guðmundsdóttur Benedictsen og hún
bygði föður mínum Sauðeyjar, hvar jeg ólst upp. Hún
og Ingibjörg á Skarði áttu þá flest, er fjemætt var
við Breiðafjörð.