Hlín - 01.01.1934, Page 90
88
Hlín
Það gladdi mig að vita að spítali er í smíðum í
Stykkishólmi. Margur dó í Eyjum, og víðar vestra,
vegna læknisleysis, þar á meðal bæði faðir minn og
móðir. — St. Fransiskusar reglan er orðlögð um víða
veröld fyrir hjúkrunar starf sitt, einn slíkur spítali
var bygður hjer og hefur mikla aðsókn og tiltrú.
Jæja, jeg verð að játa að jeg vildi helst alt í gamla
horfinu, væri jeg heimkominn. Steinbæirnir hljóta að
vera ömurleg sjón í sveit. Torfbæirnir voru bein af
landsins beinum, æfinlega í samræmi við umhverfi
sitt. I eldiviðarlausu landi tókst fslendingum að lifa
án eldshita öldum saman í torfhúsum, það yrði ómögu-
legt í steinsteypuhúsum.
Fyrirgefið masið gömlum vanmetasauð, það er það
eina, sem jeg get gert að eyöa tímanum, því jeg hef
hjartabilun og má enga áreynslu hafa. Mjer líður
bærilega hjer, eftir því sem vænta má, hef nægilegt
enn sem komið er, hef haft ofurlítinn styrk frá cyja-
stjórninni í nokkur ár, þó alt sé óvíst um framhald
til vertíðarloka, því nú skal byrja að spara fje, eftir
að í óefni er komið.
Fjelagsleg starfsemi kvenna
á Norðurlöndum,
Sú hefur orðið raunin á, að flest kvenfjelögin okkar
hjer í strjálbýlinu hafa orðið að taka mörg mál á
stefnuskrá sína og vinna að þeim jöfrium höndum,
eftir því sem ástæðúr leyía, og þörf krefur á hverjum
stað og hverjum tíma. Það eru nær eingöngu kven-
fjelögin í Reykjavík, sem hal'a haft ástæður til að