Hlín - 01.01.1934, Page 91
Hlín
80
skifta með sjer verkum. Þetta er ofureðlilegt eins og
hjer hagar til. Það væri til lítils að ætla sjer að stofna
til margra fjelaga í fámennum sveitum eða smákaup-
túnum, þar sem úr fáum er að velja, sem hafa fjelags-
legan áhuga. Fjelagsstörfin myndu að sjálfsögðu lenda
á sama fólkinu víðast hvar.
Allt öðru máli er að gegna í þeim löndum, sem telja
miljónir manna, þar er eðlilegt og sjálfsagt að skifta
starfskröftunum milli hinna ýmsu hlutverka.
Mig langar til að gera lesendum »Hlínar« kunnar
nokkrar starfsgreinar kvenna í nágrannalöndum okk-
ar, og verður það þó ekki nema ófullkomið yfirlit, ein-
ungis stiklað á því stærsta, því fjelagsleg starfsemi
kvenna í þessum löndum er orðin mjög margbrotin
og yfirgripsmikil og fjelagsskapurinn ágætlega skipu-
lagður, enda hefur hann mörgu góðu og gagnlegu til
leiðar komið.
1. Landsfjelag norslcra lcvenna i hjúlcrunar- og heil-
brigdismálum.
Einn hinn merkilegasti fjelagsskapur norskra
kvenna er landsfjelag þeirra í hjúkrunar- og heil-
brigðismálum (Norske kvinders sanitetsforening', N.
K. S.). Sá fjelagsskapur er nú 38 ára gamall og um-
spennir alt landið. Fjelagsdeildir eru um 700 og fje-
lagar um 100.000. Dálaglegur hópur. En norskar kon-
ur vilja ekki láta þar við lenda, en setja sjer það
markmið að fá 10. hverja konu í landinu inn í fje-
lagsskapinn, en þær voru 1,400,000 við síðasta mann-
tal.*
* Þessu fjelagsbákni er skift í 8 umdæmi frá Lindesnæs til
Nordkap, og hefur hvert umdæmi sína stjórn og sín sjermál.
Fjelagsskapur þessi var upprunalega stofnaður i