Hlín - 01.01.1934, Page 95
Hlín
93
smáræðisrit, um 500 bls. með auglýsingum, sem eiga
sinn þátt í því að ritið kemst á prent. Kennir þar
margra grasa, og verður maður margs vísari um
starfshætti fjelagsdeildanna með því að kynna sjer
þessa merkilegu bók.
í Noregi er kreppa og erfiðir tímar sem annars-
staðar um þessar mundir. Um nýárið sendi formaður
fyrirspurnir um ástand og horfur í hin ýmsu kjör-
dæmi. Svörin eru birt í nýársblaðinu. — Þar er ekki
um víl eða vol að ræða. — »Við reynum að halda í
horfinu«, segja þær, »meðan svona stendur, látum
okkur lynda, þó að framsókn sje með minna móti
þessi árin«.
Þeir sigrar og þau stórvirki, sem unnin eru á liðnum
árum, gera konurnar öruggar og vongóöar um fram-
tíðina.
H. B.
Góð bók.
Nýega hefur borist hingað vestan um haf, ágæt
lítil bók, sem margar íslenskar konur, — og karlar
reyndar líka — hefðu gaman af að kynnast. Það er
1. árgangur af Ársriti Bandalags lúterslcra Itvemia,
gefið út í Winnipeg 1933. Ritið heitir »Árdís«. Er þar
sagt frá stofnun og starfi íslenskra kvenfjelaga vestra
og kemur út einmitt á 50 ára afrnæli elsta kvenfjelags-
ins, því fyrsta fjelagið var stofnað 1883 í Pembina í
Norður-Dakota.
Kvenfjelög Islendinga vestan hafs vinna nær ein-
göngu að kirkju- og kristindómsmálum og hafa þær